Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 63
Hlín
61
rjett. Jeg var svo niðurbeygð, að jeg veit jeg gleymi aldrei
þessu atviki.
Nú voru þessar hörmungar um garð gengnar, og ein-
tóm gleði bjó mjer í huga. Mjer fanst aðfangadagurinn
aldrei ætla að líða. Jeg rölti um. Allir voru eitthvað að
starfa, piltar úti við og stúlkurnar að ræsta til. Jeg ein
gerði ekkert. Því það sem jeg var vön að gera mátti jeg
ekki gera núna, gerði það ekki nógu vel, eins og t. d. að
sópa göngin. Fyrir þrábeiðni rnína hafði jeg fengið að
fægja kaffikönnuna hennar mömmu. Hún var úr eir, og
jeg var búin að því eins vel og jeg gat, þá bætti þó fóstur-
systir mín unr það, þá sárnaði mjer. Jeg varð að skilja
það, að alt þurfti að gera sjerstaklega vel, af því að jólin
voru í nánd.
Stúlkurnar voru búnar að þvo baðstofuna hátt og lágt,
og allra spariföt höfðu verið lögð á rúm hvers eins, svo
þau væru til taks, þegar öll störf voru búin. Ofurlitlir
trjebalar, rauðir og hvítir innan, voru bornir inn með
vatni og látnir á borð, sem voru við flest rúmin, eða þá á
koffort, úr þeim var fólkið vant að þvo sjer. Ekki var
nema eitt vaskafat til á heimilinu og það aðeins notað
handa gestum. — Búið var að kveikja á öðrum lýsislamp-
anum með nýjurn fífukveik. Tveir voru vanalega notaðir
og voru hafðir í húsdyrum. Amma hafði kveikt á einu
kerti og hafði það í koparstjaka á borðinu hjá sjer. Hún
liafði enn ekki lagt frá sjer prjónana. Jeg stóð við borðið
og horfði á kertaljósið og hugsaði um, hve gaman yrði að
fá kerti í kvöld. Þá lagði amma frá sjer prjónana og sagði:
„Nú fer fólkið að koma inn og hafa fataskifti, því alt þarf
að vera búið kl. 6, þá les pabbi þinn lesturinn. Kom þú
hingað til mín, litla nafna mín.“ — Jeg gekk til hennar.
Hún tók um hendur mínar og fór að tala við mig. Hún
sagði mjer frá fæðingu Jesú, lífi hans og dauða. Hún
sagði, að hann væri það ljós, sem lýsa ætti öllum mönnum
og til minningar um hann væru svo mörg ljós kveikt á