Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 68
66
Hlín
að flugvjelum fjölgi og flugvöllum á landinu, svo að veldi
Vatnajökuls verði brotið, og við hefjumst yfir þá örðug-
leika, sem duttlungar hans skapa okkur og öðrum Skaft-
fellingunr.
Skeiðará hljóp frarn í haust og lokaði leið unr Skeiðar-
ársand um tíma. — Um áramótin í vetur fór Súla að vaxa,
svo Núpsvötn urðu ófær fram að mið-þorra.
Það þótti mjer skemtileg nýlunda þegar jeg kom síðast
að Fagurhólsmýri, að sjá rafmagnsmótor vera að snúa
strokknum. — Það voru varla nema tvö handtök að lrreyfa
mótorinn, sem var á sleða, til þess að láta liann snúa skil-
vindunni líka. — Þægindi við þetta eru svo augljós, að
ekki þarf að fjölyrða um þau. — En það mun varla vera
til það sveitaheimili, sem eyðir ekki hundrað klukku-
stundum á ári í að snúa strokknunr og nær því jafnlöng-
um tíma við að skilja mjólkina. — Ef allar konur, sem
matbúa mjólkina heima, en hafa rafmagn, ættu þessa litlu
mótora, til þess að ljetta störfin við mjólkurmat og fleira,
yrði margri húsmóður hughægra með verkin. — Auðvitað
kosta svona áhöld peninga og hagkvæma uppsetningu. En
ef hugur og hönd vilja vel, verður ekki lengi horft í það.
Kona Odds í Skaftafelli lætur rafmagnsmótor snúa
rokknum sínum, sem er þannig gerður, að hann spinnur
3 snældur í einu. Það er einn hinna þjóðfrægu Forsætis-
bræðrarokka. — Sannarlegt listasmíði. — Hjerna eru fleiri,
sem nota svona mótora til ýmislegs hagræðis, eins á hönd
karlmanna. (Verð flestra mótoranna hefir verið 238 kr.i.
Um kenslu barna er það að segja, að hún er farkensla.
Börnunum er núna kent á fjórum stöðum í sveitinni. Við
höfurn verið heppin með kennara, sem altaf hafa verið
sveitungar okkar frá því veturinn 1904—1905. — Jeg ltygg,
að fræðsla barna hjer standi ekkert að baki barnafræðslu
annarsstaðar á landinu. — Skólagangan byrjar þegar börn-
in eru 10 ára, þá eru öll hraust börn orðin lesandi og
skrifandi og mörg kunna undirstöður í reikningi og
teiknun. — Þau læra bókband í handavinnutímum skól-