Hlín - 01.01.1946, Page 84
82
Hlín
þeirra hjóna, sem sögukonan dó hjá, háöldruð. Hún var
naumast komin af barnsaldri, Jregar hún var hjer í móðu-
harðindunum. Þá var fæðið, sem hún hafði, sem svaraði
kaffibolla af mjólk kvölds og morgna, með henni voru
treind bein úr sýru á morgnana. Þegar þau voru búin,
var ekkert í þeirra stað. — Drengur, á líku reki og hún,
var á sama heimilinu. Eitt sinn lienti það hann, að taka
bein úr sýrunni í lófa sinn og gaf henni með sjer. Bæði,
sagði hún, að hefðu fengið ráðningu fyrir. — Næringar-
þörfinni kvaðst hún vilja skipta í Jrrent: Að vera soltinn,
svangur og matlystugur. „Nú er jeg aldrei nema matlyst-
ug, en í eldinum var jeg soltin," sagði hún. — Nafn síra
Jóns Steingrímssonar var henni heilagt. — Þessi maður
hefur orðið ódauðlegur í sögu landsins. — Ekki af því að
liann ynni svo mikið í Jíágu frelsis og mannréttinda, ekki
heldur fyrir skáldfrægð sína. Það var annað viðfangsefni,
sem hann tók sjer fyrir hendur. Það var að líkna og lækna
og telja kjark í ])jóð, sem háði hina grimmilegu styrjöld
við eldgos og hafís.
Á Jreim tíma var ísland í hvað mestri niðurlægingu:
Verslunin var hnept í fjötra og erlendur yfirstjettarskríll
hafði völdin í landinu, að svo miklu leyti sem þau voru
hjer. — Helsti leiðtogi Islendinga Jrá var Skúli Magnús-
son, sem barðist fyrir nýjum og betri lífsháttum við
þröngsýni samlanda sinna og lítilsvirðingu Dana.
Af stórmennum átjándu aldarinnar gnæfa tvímælalaust
hæst landfógetinn í Viðey og presturinn í eldhjeruðun-
um. — Jón Steingrímsson var verndarvættur allra hinna
mörgu og smáu í raunum þeirra. — Sagan getur ekki um
marga í klerkastjett á þeim tíma, sem alþýðan og öreiga-
lýðurinn gat flúið til í nauðum sínum. — Það kvað svo
ramt að, að jafnvel biskup landsins, Hannes Finnsson,
ámælti síra Jóni fyrir lyjálpsemi hans.
Þegar við virðum fyrir okkur hið hörmulega ástand
lands og lýðs á þessum árum, getum við ekki annað en
fylst dýpstu aðdáun og lotningu fyrir presti eldhjerað-