Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 85
Hlín
83
anna, sem tók sjer fyrir hendur verk miskunsama samverj-
ans. Það er lítill vandi að vera gjöfull af góðum efnum.
Og ekki mikil dáð að ganga á milli manna og telja kjark í
þá, ef manni líður sjálfum vel. — En það er mikið þrek-
virki að láta engan hungraðan synjandi frá sjer fara og
vera hungraður sjálfur, ganga á milli veikra og örmagna,
telja í þá kjark og dug, lækna þá og liðsinna, og vera þó
sjálfur lítið betur á sig kominn.
Um síra Jón Steingrímsson mætti segja Jrað sama, sem
Davíð Stefánsson segir um höfund Skugga-Sveins:
„Hann braut ekki undir sig borgir nje frjósöm lönd,
Hann beindi ekki vígadrekum að neinni strönd,
hann erfði hvorki gull nje gimsteinasafn,
græna skóga nje tigið ættarnafn.
Hann hlaut annan margfalt meiri arf:
Máttinn til þess að vinna heilagt starf.“
Annað góðskáld okkar lætur síra Jón, þegar hann lítur
yfir farinn veg, nálægt landanrærum lífs og dauða, sætta
sig við liðnar hörmungar, nreðal annars vegrra þess að úr-
valsfólkið lifði þær af, hitt týndist.
Jeg var búin að gleynra ýmsu um líf og starf síra Jóns,
en það rifjaðist upp af kynningu við ykkur.
Guð gefi að alt gott og göfgut lifi og þrcskist! — Guð
gefi þjóð vorri nrargan Jón Steingrímsson!
Jeg vil biðja fundarmenn að lreiðra nrinningu sira Jóns
Steingrímssonar með Jrví að rísa úr sætunr sínum.
Veislugestur úr Amessýslu.
Niðurlagsorð úr fyrstu forsetaræðu Trumans forseta: ,.Jeg óska mjer
cinskis annars en að vera clyggur þjónn Drottins míns og þjóðar minnar."
6*