Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 86
84
Hlín
Kvenfjelag Húsavíkur 50 ára
Kvenfjelag Húsavíkur er stofnað 13. febrúar 1895, sem
cleild úr Hinu íslenska Kvenfjelagi í Reykjavík og starf-
aði eftir lögum þess í 7 ár. Segir sig þá úr lögum við fjelag-
ið og semur sín eigin lög, er það síðan hefur starfað eftir,
með smávegis breytingum. — Fyrstu áhugamál Kvenfje-
lagsins eru bindindis- og kenslumál. Komu fjelagskonur
á sunnudagaskóla fyrir fátækar stúlkur og önnuðust
kensluna sjálfar. Aldur nemenda var 10—17 ára og náms-
greinar: íslenska, reikningur, saumur, prjón og hekl. —
Kenslu þessari hjelt fjelagið uppi í fleiri ár með breyttu
og bættu fyrirkomulagi, eftir því sem f jelaginu óx fiskur
um hrygg. — Árin 1911—1912 og 1913 komu konur á
kenslu við barnaskólann og kostuðu handavinnukensl-
una. En þá er hún tekin upp sem föst námsgrein við skól-
ann, þangað til afleiðingar fyrra stríðsins kreppa svo að
skólanum fjárhagslega, að kensla sú fellur niður. Hefjast
þá kvenfjelagskonur enn á ný handa vorið 1922 og halda
3ja vikna vornámskeið í handavinnu, kendu konurnar
sjálfar sem fyr og aldur stúlkna 10—14 ár. Voru lialdnar
sýningar að námsskeiðinu loknu, er sýndu góðan árang-
ur. Þessi vornámsskeið voru haldin í 3 ár, en þá er handa-
vinna aftur tekin upp sem föst námsgrein við skólann, og
fellur vonandi aldrei niður.
Barnabindindi kom fjelagið á fót á öðru starfsári sínu.
Starfræktu konur það og önnuðust 11 ár. — En árið 1907
er stofnuð barnastúka hjer á staðnum og þá lagðist þessi
starfsemi niður. — Er vert að minnast sjerstaklega frú
Önnu sálugu Vigfúsdóttur, Árholti hjer, í sambandi við
þessa starfsemi með virðingu og þökk. Var hún líf og sál
barnabindindisins öll árin, einnig formaður Kvenfjelgs-
ins í 13 ár. — Þriðja áhugamál fjelagsins var stofnun
ekknasjóðs árið 1897. Starfrækti fjelagið sjóðinn til ársins
1904, þá voru lög sjóðsins endursamin eftir lögum ekkna-