Hlín - 01.01.1946, Side 87
Hlín
85
sjóðs Reykjavíkur og starfar síðan sem sjálfstætt fjelag, og
á ein kona úr Kvenfjelagi Húsavíkur jafnan sæti í stjórn
sjóðsins. — Fundargerðir bera með sjer, að mjög á fjelagið
erfitt uppdráttar 12 fyrstu árin. Fjelagskonur fáar og
þröngur efnahagur, en ekki skortir þó áhugamálin og
kjarkurinn er ódrepandi. — Fjelagið kaupir oft ull á
sumrum og lætur vinna voðir úr henni að vetrinum til
sölu. Aðallega er þetta til að veita fátæklingum atvinnu.
— Þá kaupir fjelagið einnig spunavjel og starfrækir hana,
en sjer í óhag, og selur liana því aftur. — Árið 1900 fær
fjelagið útmælda lóð til garðræktar og lærðan búfræðing
sjer til aðstoðar, en konurnar lögðu vinnuna sjálfar fram
í dagsverkum. — Þegar Ræktunarfjelag Norðurlands er
stofnað gengur Kvenfjelagið í það, til styrktar þessu
áhugamáli sínu. — Öll þessi fyrirhöfn ber þó minni árang-
ur en skyldi vegna fjeleysis, og að lokum fellur garðstykk-
ið aftur undir Húsavíkurprestakall. — Árið 1908 streyma
nýir kraftar í fjelagið og nú verða framkvæmdir meiri.
Heldur nú fjelagið reglubundna fundi, 6—7 yfir vetrar-
mánuðina, og jafnan síðan. — Árið 1909 heldur Kvenfje-
lagið fyrstu jólatrjesskemtun fyrir nálega öll börn í Húsa-
víkurþorpi (voru 165 á þessari fyrstu) og undantekning-
arlítið hvert ár síðan. Nú síðastliðinn vetur voru börnin
rúm 300. Tvær gamalmennasamkomur hjelt fjelagið fyr-
ir 60 ára gamalmenni og þar yfir, meðan öldin var önnur
og ekkert útvarp til að skemta. — Fjelagið útvegar nokkr-
um sinnum menn til að flytja fræðandi fyrirlestra fyrir al-
menning. Árin 1910—’l3 voru hjer efnaliagslega erfið og
oft þröngt í búi, einkum á vorin, áður en atvinna hófst.
Skiftu þá fjelagskonur með sjer að fæða og klæða fátæk
börn og höfðu vakandi auga með heimilum, er þrengstan
áttu kost. — Árið 1911 tekur fjelagið að sjer ræstingu
Húsavíkurkirkju og helst sú venja ennþá. — Þorpsins
glæsilega kirkja var þá nýlega bygð og hafði kostnaður
farið langt fram úr áætlun, svo ræsting sat á hakanum.
Þessu undu Kvenfjelagskonur illa og tóku því að sjer