Hlín - 01.01.1946, Page 126
124
Hlín
svo að segja á hverri stundu. Allir lijerna í Rottingdean vóru viðbúnir
að flýja, og við höfðum öll dálítinn böggul af fötum tilbúin. En svo
var Guði fyrir þakkandi, að Þjóðverjar breyttu áætlun sinni og komu
ekki. — Svo byrjuðu ltinar miklu loftárásir. A því tímabili vorum við,
vinkona mfn og jeg, við góða heilsu og tókumsl á hendur ýmsar skyldur,
en óg er hrædd um að við höfum unnið okkur um megn, sjerstaklega
held jeg að hinar miklu næturvökur hafi skaðað hcilsu okkar. l>að Var
svo um tima, að jtað var enginn friður, hvorki nótt nje dag — Svo komu
hinar fljúgandi bombur, og þær voru ennþá verri en flugvjclarnar, því
erfitt var að skjóta þær niður, og þcssi mannlaúsi lilutur var ekki
hræddur við neitt og rann ekki á flótta! — Við heyrðum til þeirra
fleiri mínútum áður en þær flugu yfir, því skröltið í þeim var ógurlegt.
Við urðum að taka hermenn í húsið í byrjun stríðsins, 10 í einu, í all
hafa yfir 70 hermenn búið hjá okkur, Jteir matreiddu sjálfir og gerðu
hreint. — I>eir bjuggu í þeim enda hússins, sem við gátum lokað af,
svo við höfðum ekki svo mikið saman við j>á að sælda, þeir vóru mjög
kurteisir, en við vórum þó fegnar, þcgar þeir vóru fluttir hjeðan.
íslensk merkiskona á Kyrrahafsströnd skrifar: — Jæja, góða vinkona,
nú fjekk jeg tækifæri til að nota íslenska búninginn minn. — Jeg var
beðin að koma til Bellingham og vera í íslenskum búningi. I>að vóru
3 þjóðílokkar, sem stóðu fyrir þessu: Norskur, sænskur cg íslcnskur.
I>að var verið að safna peningum handa nauðstöddu fólki í Noregi. Og
hvcr flokkur átli að leggja til kaffibrauð, scm tíðkast í heimalandinu.
Nokkrar íslenskar konur í Bellingham tóku þátt í þessu. — Þú hefðir
átt að sjá allan þann mat, sem þær komu með. — Hver þjóðin hafði
borð fyrir sig og veittu kaffi. Við höfðum stærsta borðið, og það var
sannarlega fullskipað. Það var vínerterta með þeyttum rjóma, pönnu-
kökur, kleinur, ástarbollur, hagldir, jólabrauð, og svo víst einar 4—5
sortir af allskonar smákökum. Við gáfum uppskrift af mörgu. Okkar
borð tók inn meiri peninga en hin bæði til sarnans. — Jeg valsaði þar
um í peysufötunum og útskýrði fyrir fólkinu ýmislegt um íslcnsku nrun-
ina, sem við höfðum meðferðis. — Islcnski búningurinn fjekk mikið
lirós — Jeg veit að við vórum ekki Islandi neitt til skammar þennan dag.
Kvenfjelagið „Ósk“, ísafirði, hefur starfrækt Húsnræðraskóla ísafjarð-
ar í 22 ár, og hygst nú á þessu ári að gefa 10 þúsund kr. í húsmuna-
sjóð fyrir lrið nýja skólahús, senr verið er að byggja.
Kvenfjelagið „Hlíf“, ísafirði, hefur á hverju ári gamalmennaskemtun,
og hefur árið sent leið gefið 2000 kr. til húsmunakaupa fyrir hið nýja
elliheimili þar á staðnum.
Kvcnfjelagið „Von“, Þingeyri, licfur gengist fyrir leiksýningum á
árinu, staðið fyrir veitingasölu á Rafnseyri 17. Júní 1944 og eins 1911
og 1930. Heftrr starfrækt gistiskýli f 27 ár, altaf í sama húsi nreð sömu
forstöðukonu, án endurgjalds öll árin.