Hlín - 01.01.1959, Page 44
42
Hlin
dönsku og sendi Þorbjörgu systur minni þau. — Mjer
þótti þau svo falleg, að mig langaði til að koma þeirn á
prent — ekki síst vegna þess, að nú fækkar þeim óðum,
sem muna eftir Þórunni á Bollastöðum, sem var ein af
glæsilegustu heimasætum í Húnavatnssýslu á þeim árum.
— Jeg bað því frú Huldu Á. Stefánsdóttur að þýða þess-
ar minningar fyrir mig, sem hún góðfúslega gerði, og
kann jeg henni hinar bestu þakkir fyrir, og fylgja þær
hjermeð.
Oft hefur mjer dottið í hug Ijóð síra Matthíasar, þegar
jeg hugsa um þær minningar, sem jeg á um Þórunni:
„Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst.
Mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bóndafæðst.“
Blönduósi 3. febrúar 1959.
Elísabet Guðmundsdóttir frá Mjóadal.
Nokkur minningarorð um Þórunni mína.
Örlögin báru þig yfir æstar öldur úthafsins, frá af-
skektum bygðum íslands, að blómskrýddum ströndum
Danmerkur. — Þú varst óvenjulega vel gerð kona. Höfð-
ingjablóð hinna gömlu landnámsmanna logaði í æðum
þjer, þú varst skapmikil, en þó mild. Vinátta þín var
órjúfandi. Þú gast verið hörð í horn að taka við mót-
stöðumenn þína, en vinum þínum var ekkert of gott. —
Gestrisin varst þú og greiðug svo af bar. — Skapgerð þín
var heilsteypt, þú hataðir alla hálfvelgju, breyttir eins og
samviskan bauð þjer og heilbrigð skynsemi, og Ijest þig