Hlín - 01.01.1959, Page 54
52
Hlin
MINNINGARORÐ.
Guðrún Jónasdóttir,
Möðruvöllum.
Fædd 9. ágúst 1886. — Dáin 4. nóvember 1955.
Á Möðruvöllum í Eyja-
firði ihafa löngum búið
miklir höfðingjar og auð-
ugir, og þar hafa sköruleg-
ar, skarti búnar húsfreyjur
gengið um garð og prýtt
staðinn og kirkju hins heil-
aga Marteins með nærveru
sinni. Nægir í því efni að
benda á Gró, dóttur Giss-
urar biskups í Skálholti,
sem á sinni tíð þótti göfug-
ast kvonfang á íslandi, og
Margrjetu, dóttur Vigfúsar
Hólms hirðstjóra, sem
nauðulega slapp úr eldin-
um hjá Magnúsi kæmeist-
ara norður á land til Þor-
varðs Loftssonar, sem frægt er orðið. — Hún gaf kirk-
unni altarisbrík þá, sem er liinn mesti kostagripur og
blasir þar enn við augum yfir altari. Dóttir hennar var
Ingibjörg, kona Páls sýslumanns Brandssonar, og þannig
mætti halda áfram að telja kynslóð eftir kynslóð glæsi-
Jegar konur, sem búið Iiafa eða alist hafa upp á þessum
fornfræga kirkjustað.
Ein af þessum konum var Guðrún Jónasdóttir, sem
andaðist 4. nóvember 1955. — Um langt árabil skipaði
hún þar veglegan sess sem húsfreyja og móðir. í kirkj-
unni fagnaði hún með fagnendum og syrgði með grát-
Guðrún Jónasdóttir.