Hlín - 01.01.1959, Side 106

Hlín - 01.01.1959, Side 106
104 Hlin Við margar samkomur og hjeraðsfundi var tjaldið fengið, og mjer var kunnugt um, að það var lánað í þrjá landsfjórðunga: Austur að Hallormsstað, suður að Hvanneyri, í Vaglaskóg og til Eyjafjarðar, fyrir utan það sem það var notað heima í hjer- aði. — Leigan fyrir það var í fyrstu aðeins 35 kr., en komst síðar upp í 200 kr., og átti það að leggjast í sjóð, því síðar til viðhalds og endurreistar. Við jarðarför móður minnar, Guðrúnar Pjetursdóttur á Víðivöllum, var sýslutjaldið — Búðin — fengið lánað. — Þar voru samankomnir 350 manns. Móðir mín, blessuð, hafði ekki óskað eftir neinni viðhöfn við útför sína, en oft beðið okkur þess að sjá um, að enginn færi kaldur eða svangur frá gröf hennar. — Dauða hennar bar að í febrúar 1933 og var hún jarðsett í ættargrafreitnum á Víðivöll- um í þeim mánuði. — Tjaldið var reist á hlaðinu, norðvestur af bænum, og búið sem kirkja, með tjölduðu altari úr borð- stofuskáp fyrir stafni, og nokkurri blóma- og ljósaskreytingu þar umhverfis. — En inni skápnum voru borðdúkar og leir- varningur og önnur áhöld fyrir rúmt 100 manns, sem nota átti við máltíðina, en borðin voru, meðan á athöfninni stóð, utan við tajldið. — Tjaldið var þarna hitað upp með fjölda stórra lampa. -— Allir komust inn í tjaldið, meðan á athöfninni stóð. — Jarðarförin hafði verið ákveð,in kl. 3 að deginum, þar sem bílakostur var þá af skornum skamti í hjeraðinu, og mátti bú- ast við að hver þeirra yrði að fara margar ferðir eftir fólkinu. — En svo varð að bíða til kl. 4VÍ2 eftir vini okkar, Jónasi lækni Kristjánssyni, sem átti að bera móður mína til grafarinnar, en hafði verið sóttur til sjúklings um morguninn út í sveit. — All- ir voru þó komnir heim til sín fyrir kl. 10 um kvöldið, frjettum við síðar, frá því að standa yfir moldum hennar og neyta síðan þessarar minningarmáltíðar í hlýju tjaldinu, og áttum við það áreiðanlega því að þakka, að við gátum uppfylt óskir hennar þessu viðvíkjandi. Margir komu alllangt að, fótgangandi. — Móðir mín var fædd og uppalin á Reykjum í Tungusveit, vestan Hjeraðsvatna. — Veturinn, sem hún dó, höfðu Vötnin aldrei lagt fram hjá Víði- völlum, en meðan hún stóð uppi gerði skörp frost nokkra daga, og daginn fyrir jarðarförina var komin traust ísbrú á þau beint niður undan Víðivöllum, og þar komst fjörldi fólks yfir útfar- ardaginn. — Þann dag var hlýtt veður, logn og sólskin. — Tveim dögum síðar var ísbrúnin farin, og kom ekki aftur þann vetur, og leit því næstum svo út, að hún hefði verið bygð fyrir þetta tækifæri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.