Hlín - 01.01.1959, Síða 127

Hlín - 01.01.1959, Síða 127
Hörður læknir Jeg hef verið að bíða eftir að sjá einhverstaðar á prenti (helst í ,,Hlín“) frásögn um ferð hans norður Vatnsnesfjall, en jeg hef ekki enn sjeð það, en finst það þess vert að ekki fyrnist yfir það strax. — Fjekk jafnskjótt það innfall, að þetta þyrfti „Hlín“ að fá til geymslu, en jeg er orðin vondauf með það, að þeir skrifi um það, sem best frjettu hvernig ferðin gekk. — Jeg veit aðeins hver ástæða var til ferðarinnar: Þorbjörg á Þorgríms- stöðum var lasin, talaði við læknirinn fyrripart dags. — Honum mun hafa litist illa á lýsinguna, og sagt að þetta þyrfti að at- huga sem allra fyrst. — „En nú er alt ófært,“ bætti hann við. — Þetta var um eða eftir miðjan vetur 1951, og alveg sjerstaklega mikill snjór á Vatnsnesinu. Mjer fanst óhugnanlega stutt til dagseturs, þegar jeg heyrði læknisfrúna tala við JÞorgrímsstaði. Sagði að læknirinn hefði fengið mann með sjer til að fara þangað, þeir ætluðu á skíðum norður fjall. — Mjer var strax hugsað til þess, hvað margir hefðu hrapað í fjallinu. Svo kom spursmálið, hvort það væri feigð, sem kallaði læknirinn í þessa ferð, eða var hann að hlýða Guðs rödd um að fara til hjálpar? Jeg vonaði það síðara. — Jeg hygg að aðeins þeir, sem hafa reynt slíkt, geti skilið, þvílíkt eirðarleysi og ákafi getur gripið mann á svipstundu, hugurinn er allur við það að flýta sjer sem mest til hjálpar. Hvorki hugs- að um hættu, þreytu nje lasleika. Svo má bæta því við, að ánægjan af því að hafa komið nógu snemma til hjálpar, hún er ósegjanleg, þá finnur maður best til þess, hve lítils virði ánægj- an er af þessum svokölluðu skemtisamkomum. Eftir þetta fylgdist jeg með öllum símtölum. — Fyrst var frjett um það, hvort fylgdarmaðurinn mundi vera kunnugur fjallinu. -— Þá frjettist, að þetta var þorpsbúi, og því vonlaust að hann væri nokkuð kunnugur þessari leið, og dimmviðri að sjá til fjallsins. Jeg bjóst líka við því, eftir útliti hjeðan að sjá, þá mundi vera mikil hríð á fjallinu. Það mun mörgum hafa brugðið illa við þessa frjett, tveir ókunnugir menn uppi á fjalli í dimmviðri á endalausri fann- breiðu, það var mikið hættulegt, og svo stórkostlegur missir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.