Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Side 101

Morgunn - 01.12.1939, Side 101
MORGUNN 227 var ómögulegt að losna úr. Hvað sem það kostaði, varð ég að reyna að bjarga honum, þrátt fyrir skothríðina að baki oss. Hann var enn þá lifandi, og þegar hann sá, hver það var, sem var að rífa í sundur hina andstyggi- legu vírflækju, glaðnaði snöggvast yfir honum, en þó heyrðist mér hann tauta: Auli, er ekki annar okkar nóg. Ég sleit í vírana sem óður væri, en sprengjurnar hvinu allt í kring um okkur. Þá kom allt í einu glampi, sem blind- aði, óumræðileg angist.... og svo myrkur. Þegar ég seint og um síðir slapp úr sjúkrahúsinu, þá var ófriðinum lokið fyrir mörgum mánuðum. Aldrei hafði spurzt til vinar míns, og ég hafði reynt að koma undir mig fótum í lífinu án bezta vinarins, sem nokkur getur átt. Fimm árum síðar var ég á ferð í járnbrautarhraðlest og var að horfa út um gluggann í klefa mínum, en tveir menn, sem voru í sama klefa, sváfu. Það var hræðilega heitt í klefanum, en allt í einu fann ég ískaldan vindgust fara um mig, og í opnum dyrunum út á lestarganginn stóð Páll og starði beint á mig. Mér brá ákaflega við, ég gat ekki annað en glápt og hver spurningin rak aðra í höfði mínu. Hafði hann þá eftir allt saman sloppið og ver- ið einhvers staðar í fangelsi í Frakklandi. Ef til vill hafði hann misst minnið, en var nú fyrst að koma aftur? Áður en ég gat hreyft legg eða lið, eða stunið upp orði, gjörði hann sérstaka hreyfingu með höfðinu, sem æfinlega var vön að þýða hjá honum, að ég ætti að koma, og ég stökk upp og hentist á eftir honum niður lestarganginn. Þó að ég gengi hratt, þá gekk hann hraðara. Ég flýtti mér áfram allan ganginn á enda, þá hvarf hann. Ég varð nú enn ákafari og æddi til baka, en gætti þó vandlega um leið og ég fór hjá inn í hvern klefa, þar sem hann gæti dulizt. Þegar ég kom aftur í aptasta vagninn, þar sem ég hafði verið, þá sá ég þyrpingu af mönnum standa við dyrnar á klefanum í mikilli geðshræringu. Ég flýtti mér þangað. Glugginn, sem ég fáum mínútum áður 15* L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.