Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 5
LIFIÐ
163
skilja hjón ekki hvort annað, foreldrar ekki börn og
því síður börn foreldra? Það stafar frá þeirri stað-
reynd, að hver einstakur maður er sérstakur vitund-
arheimur — heil altilvera hugsana og tilfinninga.
Hver einstaklingur veit ávalt, að hann sjálfur hefir
sína sérstöku meðvitund. Hann einn á beinan að-
gang að sínum innra manni, sínu hugarástandi. En
hann getur ekki vitað hvort einhver annar hefir með-
vitund, ef hann bærir ekki á sér. „Trúðu ekki sof-
andi manni“, segir máltækið. Það er ómögulegt að
vita, hvort maður er sofandi, eða læst vera sofatidi,
með því einu að líta á hann eða gera hávaða. Við er-
um í eðli okkar allir andlega einangraðir hver frá
öðrum. Það gildir ekki síður um foreldra og börn, en
aðra menn. Barnið er því sjálfstæð vera. Það hefir
sína eigin skynjun, sinn eiginn heila og tilfinninga-
taugar. Móðir getur ekki vitað hvað hennar eigið
barn hugsar, frekar en það væri maður í annari
heimsálfu, umfram það sem hún kann að geta ráðið
af hegðun þess, ef hún hefir góða greind.
Náttúran hagar því þannig, að enginn á beinan að-
gang að nokkurri annari meðvitund en sinni eigin.
Eina leiðin til gagnkvæms skilnings liggur gegnum
orð, hreyfingar og látbragð. En þessi leið er eklci
einhlít. Af því stafar margvíslegur misskilningur
milli fullorðinna manna. En vegna þroskamunar
barns og fullorðins manns, er viðleitni til rétts skiln-
ings þeirra á milli ennþá örðugri. Hvernig á þá van-
kunnandi móðir að geta skilið og dæmt um hvað með
barni hennar býr? Til þess þarf hún að vera gædd
skilyrðum til þess, að þýða allar hreyfingar þess og
ll*