Lífið - 01.06.1937, Page 13
LÍFIÐ
171
áhuga hjá foreldrum fyrir aukinni þekkingu í upp-
eldismálum, sem geti leitt af sér aukna samvinnu
heimila og skóla, svo kennurum verði unt að beita
þekkingu sinni og skilningi börnunum til góðs.
Þjóðfélaginu ber skylda til að nothæfa sérfræði-
lega þekkingu allra þegnanna. Barnakennararnir eru
sérfróðu mennirnir í þessari fræðigrein, — uppeld-
inu. Þjóðfélagið verður að færa uppeldið meira á
þeirra hendur, — gefa þeim meira áhrifavald yfir
börnunum.
Örbirgð gerir mörgum foreldrum ókleift að ala
upp börn sín í samræmi við kröfur heilsteyptrar
menningar. Á þjóðfélaginu hvílir rík skylda að gera
með fjárframlögum öllum foreldrum unt að veita
börnum sínum nægilegt lífsviðurværi og mentun.
Þjóðfélagið verður að styðja barnavernd margfalt
meira en áður, gera leikvelli, stofna hæli fyrir vangæf
börn, sérskóla fyrir tornæm börn og börn, sem hafa
afburða gáfur, byggja heimavistarskóla fyrir fátæk
börn og munaðarleysingja, rannsaka uppeldi heimila,
taka börn burtu af þeim heimilum, þar sem umhverf-
ið er óhæfilegt og sjá þeim fyrir góðum verustöðum,
— einbeita athygli sinni að velfarnaði barna í heild.
Þá fyrst, þegar þjóðfélagið er búið að tryggja með
áhrifum sínum, að uppeldið er alment orðið gott, get-
ur það haldið menn fyllilega ábyrga gerða sinna.
Annars er slík krafa ósanngjörn.
Þá er síðast, en ekki síst, áhugaleysi foreldra á
uppeldisfræðilegri þekkingu og tillögum, sem kunna
■að reynast til bóta á því.
Hinn almenni áhugaskortur foreldra á uppeldis-