Lífið - 01.06.1937, Page 72
230
LÍFIÐ
fletta, hver þarna er réttu megin og að öll skynsam-
leg rök mæla með samkvæmislífi, þar sem engin á-
fengisnautn á sér stað; og við getum vitanlega geng-
ið út frá, að þróunin smám saman færist í þá átt.
En eins og nú háttar, er drykkjusiðurinn svo ríkur í
öllu samkvæmis- og félagslífi okkar, að bindismenn
— já, ekki bindindismenn einir, heldur allir þeir, sem
raunverulega vilja vera sjálfráðir gerða sinna í þessu
efni — eiga ekki nema um tvent að velja: annaðhvort
að hafna öllu samkvæmislífi og félagsskap, sem á-
fengisneytendur taka þátt í, eða taka upp beina bar-
áttu fyrir skoðanafrelsi sínu og félagsréttindum.
Sannleikurinn er sá, að það kemur tíðum fyrir í
samlífi og félagslegum samskiftum við bindindis-
menn, að farið er með þá og skoðanir þeirra eins og
þeir væru lægri verur, sem ekki þurfi að taka tillit
til. Nú á eg þar ekki fyrst og fremst við þá daglegu
áreitni, sem bindindismaðurinn oft og einatt verður
fyrir, vegna þess að hann er bindindismaður, það er
venjulega ekki svo alvarlega meinað — og stafar af
einskonar ruddaskap hugarfarsins og smekkleysi
frekar en nokkru öðru, og svo stundum tilhneiging-
unni að gera sjálfan sig góðan á kostnað annara. En
samt eru dæmi þess, að slík áreitni hefir orðið veik-
geðja mönnum um megn, og hefir steypt í glötun
mönnum, sem reyndu að berjast gegn drykkjufýsn,
og hefðu að öðrum kosti getað bjargast. — En hitt
er þó verra, þegar farið er að þröngva fólki, bæði
körlum og konum, til þess að drekka áfengi þvert á
móti vilja. þess. — í hinum grófgerðari félagsskap
er þetta stundum gert hreint og beint með líkam-