Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 99
1ÍFIÐ
257
faldast með ári hverju, vegna þess að löggjöfinn hef-
ir látið undir höfuð leggjast að setja einhver þau
ákvæði í lögin, sem að gagni mættu koma til þess að
hægt sé að framkvæma það, sem þeim er fyrirlagt,
sem í þessu tilfelli er að hafa hendur í hári leynisala.
Sjái löggjafarvaldið engin ráð til þess að breyta á-
fengislöggjöfinni í það horf, að hægt sé að ráða nið-
urlögum leynisalanna, er að mínu áliti miklu betra
•að fella umrædd ákvæði úr lögunum.
Þá kem eg að afurðasölulögunum. Mönnum eru
fjessi lög í fersku minni, svo mikið hefir verið um
þau þráttað, og sum blöð hafa ekki síður lagst á móti
þeim lögum en áfengislögunum, og hvatt menn til
þess þess beint og óbeint að brjóta þau. Þau eru
verndarlög fyrir sjálfa framleiðendurna. Þau eru til
þess að fyrirbyggja kapphlaup á milli þessara manna
um markaðinn þannig, að kjöt, mjólk, rjómi og aðr-
ar mjólkurafurðir geti ekki farið niður úr því verði,
sem þessum mönnum er nauðsynlegt að fá til þess að
þeir og þeirra fjölskyldur geti dregið fram lífið. Bar-
áttan gegn afurðasölulögunum hefir því miður borið
nokkurn árangur. Sem dæmi um það má nefna, að
nokkrir bændur, sem búa í rúmlega 100 kílómetra
fjarlægð frá Reykjavík, hafa tekið upp á því að
senda rjóma til Reykjavíkur, merktan mönnum, sem
búa í 50 til 70 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. En
við rannsókn hefir það sannast, að þessir menn, sem
áttu að vera móttakendur rjómans, hafa aldrei við
honum tekið, heldur hafa bakarar hér í Reykjavík
keypt hann. Býst eg þó varla við, að ágóði þessara
bsenda af þessum rjómasölutilraunum verði meiri
17