Lífið - 01.06.1937, Side 96
254
LÍPIÐ’
verið gert strax, en það er enn ekki of seint, ef þessir
góðu menn aðeins vildu framvegis gera það, sero
þeim ber skylda til að gera, og hefðu þeir gert skyldu
sína strax, þá væru færri dauðir af völdum heima-
bruggaðs áfengis og einnig færri fjölskyldur eyði-
lagðar. Hreppstjórarnir í Landshreppi voru ekki
lengi að taka fyrir rætur bruggsins í sinni veit, og
slíkt hið sama gætu aðrir hreppstjórar gert. En það
eru fleiri stoðir en þetta, sem settar hafa verið undir
bruggarana. Til eru þau blöð, sem unnið hafa að því
að koma því inn hjá almenningi, að sýna bæri lög-
reglunni mótþróa í þessum málum með því að ráðast
á hana í skrifum sínum og reyna að gera lítið úr
starfi hennar á þessu sviði, og er þá ekki hlífst við
að beita vísvitandi ósannindum og rangfærslum til
að verja hina „göfugu iðju“. í stað þess að öll blöð, að
minsta kosti þau, sem vilja heita heiðarleg, ættu að
telja það skyldu sína að styðja lögregluna við stai'í
sitt og útskýra fyrir almenningi, að lögreglan sé ekki
neitt annað að gera en að reyna að halda uppi þeitf1
lögum, sem gilda í landinu, og það beri ekki að nota-
lögregluna sem grílu til að hræða með.
Þá vil eg víkja nokkuð að núgildandi áfengislög'
gjöf, sem ekki er síður brotin en sú fyrri, enda ei'O
í henni ákvæði, sem erfitt er að sanna brot á eða tak;1
sökudólgana fyrir. Það er t. d. bannað í lögunum ^
selja manni innan 21 árs áfengi og mönnum, setf1
dæmdir hafa verið fyrir brot á áfengislöggjöfintf1’
En þessu er ekki hægt að framfylgja. Ekki geta þeJl
sem standa fyrir innan búðarborðið í Áfengisver?''
uninni, séð hvort sá, sem verið er að afgreiða, er