Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 109
TiÍFIÐ
267
usarhátíðirnar þar. Segir hann, að í jólavikunni á
Þingeyrum muni hafa gengið upp hálf tunna af
brennivíni og matur að því skapi.
Um sjálfan leikinn segir hann: „Þessi leikur skal
vera framinn með glensi og gamni af kallmönnum
og kvennfólki til samans, með mörgum snúningum
alt um kring, með stappi aptur á bak og áfram, með
hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá. Svo
herðir hver sig til að dansa eptir útblæstri eða and-
ardrætti leikstjórans, og er suma svimar svo þeir
dumla um koll, þá verða ýmsir undir; fara þá föt
og forklæði sem verða má. Þá er og földum kvenna
flug og forráð búið. Þessu skal vera hrósað og hlegið
að, eptir vonum, af yfirvaldinu. Brennivín er þá og
við hendina, til þess að hressa hinn gamla Adam,
svo hann þreytist ei né gefist upp, fyr en mælir synd-
anna er uppfyltur", — Leikstjórinn, sem síra Þor-
:steinn nefnir hér, var Pétur nokkur bóndi frá Jót-
landi, sem eflaust hefir verið fenginn hingað til ís-
lands til jarðabóta og átti heima í Víðidalstungu.
Hann hefir spilað á eitthvert blásturshljóðfæri —
sennilega flautu.
Ekki fara sögur af því, hver áhrif þessi kröftuga
árás síra Þorsteins á vikivakana hefir haft, en hvergi
er þess getið, að þeir hafi verið haldnir eftir þetta á
Norðurlandi, en á Vestfjörðum er þeirra getið milli
1780 og 90, og mun víst óhætt að telja þá alveg
horfna úr menningarsögu þjóðarinnar um 1800.
Klerkastéttin virðist oftast hafa verið mótfallin
•gleðisamkomunum, og mætti tína til mörg dæmi þess,
'en þó virðist umburðarlyndið hafa verið mun meira