Lífið - 01.06.1937, Side 121
iLÍFIÐ
279
ieis aftur á fætur. Nú taka þær hann á loft og bera
hann fram og aftur, en hann er að veisa, heilsa,
byrsta sig og hrista, hringla og leika svo sem honum
er mögulegt. Á meðan voru sungin skopleg kvæði.
Þessum leik er þá fyrst hætt, er alt hefir verið brot-
ið og bramlað utan af hestinum. Skjaldmeyjarnar
voru oft karlmenn í kvenbúningi.
Þingálpið var nokkurs konar skrímsli, tilfansað á
þann hátt, að á hornótta fjöl, hálf alin á lengd og
rúmt kvartil á breidd, voru negld tvö sauðarhorn
og hjá þeim eitthvað í eyrna stað, svo voru sett augu
á hæfilegum stað og enn neðar nasir og gin og í það
hengd tunga úr stórgrip; í nasirnar voru settar píp-
ur og stungið kyndlum, er kveikt var á um leið og
skrímslið stökk inn í gleðisalinn, til þess að svo liti
út, sem það spúði eldi út um nasir sér. Staur var rek-
inn í gegnum fjölina neðan við augun, um eina og
hálfa alin á lengd, en aftan í hnakka skrímslisins
við hornin var fest brekán eða dýrshúð, en bæði enni
•og vangar vafin gæruskinni. Leikmaðurinn, sem hélt
um staurinn, var undir húðinni. Þegar inn kom réð-
ist skrímslið á menn með ærslum og látum, en skjald-
meyjar, er því fylgdu, reyna að verja fólkið fyrir
ásókn þess. Leikurinn hætti, er það hafði náð ein-
hverjum á sitt vald. Stundum var hrúgað utan á það
skeljaklastri, sem skrölti og hringlaði í.
Að þessum leikum enduðum var haldinn karla- og
kvennavikivaki og kváðu þá allir hæg kvæði hver til,
-annars, en á meðan var kerlingarleikurinn undirbú-
inn og síðan leikinn.
Hann var leikinn á þann hátt, að tveir karlmenn