Lífið - 01.06.1937, Page 131
LIPIÐ
289
Davíðssonar, tel eg flest frá seinni öldum. Hann hef-
fr flokkað þau þannig:
1. Andleg kvæði ..................... 12 bls.
2. Heillaóskakvæði....................22 —
3. Heilræðakvæði...................... 8 —
4. Önnur kvæði alvarlegs efnis....... 32 —
5. Ýmisleg kvæði .................... 22 —
6. Ástakvæði..........................29 —
7. Gamankvæði........................ 26 —
Gera má ráð fyrir, að kvenfólkið hafi sungið mest
úr fjórum fyrstu flokkunum, sem taka yfir 74 bls.,
en karlmennirnir úr hinum þremur, sem eru 77 bls.
Þá eru ennfremur í bókinni:
Brot og viðlög, tröllaslagir, manlanglokur, dans-
þulur og síðast Ellakvæði eða Ellahúfukvæði, sem
varla heyrir þessum til.
En fyrir utan öll þessi kvæði, sem talin hafa ver-
ið, eru svo öll fornkvæðin, sem oft er blandað sam-
an við vikivakakvæðin, og svo eru öll Grýlukvæðin,
þulur og allskonar langlokur. Alt þetta gat orðið til
gamans og hláturs, ef það var vel flutt eftir þeirra
tíma smekk, svo af nógu var að taka, þó nóttin væri
löng. Þess er jafnvel getið, að dansað hafi verið eftir
rímum, hafa það sennilega verið einhverjir man-
söngvar, sem orðið hafa fyrir þeirri upphefð.
Á lýsingum þeim, sem lýsa þessum gleðisamkom-
um, virðist vera gerður greinilegur munur á þessu
tvennu: vikivökunum og dansinum. Lýsingar á leik-
unum hafið þér nú heyrt, en aftur á móti vantar svo
nákvæma lýsingu á dansinum og vikivökunum, að
'ómögulegt er að endurreisa vikivakana eftir þeim.
19