Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 61
3LÍFIÐ
219
um stöðum að minsta kosti, lyft upp svæðum, sem
áður fyr lágu dýpra en þau gera nú.
Augað er hið mikilvægasta tæki, sem jarðfræð-
ingurinn notar á landsvæðunum, og þar með er þeg-
ar í upphafi kannast við, að hann sé háður hlutgengi
hins sálræna manns. Fylling þeirra fyrirbæra, sem
náma af steinum (þ. e. þar sem mikið er af þeim)
«ins og opinberar, er svo stórkostleg, að hún næst-
um yfirgengur skilning jafnvel hins sérlærða manns.
Við þetta bætist svo það, að maður er vanur „slæmri“
reynslu, svo að auðveldlega getur sést yfir óvana-
lega og óvænta hluti. Sérhver jarðfræðingur getur
tilfært nóg dæmi af svona löguðu.
Gerð jarðfræðilegra uppdrátta veldur sérstökum
óþægindum, einkum þar sem að eins sjaldan að deg-
inum er unt að fá fullkomna eða nægilega yfirsýn
yfir steinana. Uppdrættirnir eru gerðir heima. Því,
sem vantar, er fræðivitslega (theoretisch) bætt við,
-og af því kemur ruglingur og glundroði á sumum
svæðum, vegna þess að hinir ýmsu fræðimenn, sem
hafa athugað þau, láta frá sér fara uppdrætti af
þeim, sem eru ólíkir og í ósamræmi hverir við aðra.
Lauslegar áætlanir vilja líka slæðast inn á uppdrætt-
ina. Þannig verðum vér mikils ósamræmis og glund-
roða varir á þýskum séruppdráttum, hvað „vorper-
ínischen“ steina snertir, sem þó er einungis sjaldan
um að ræða.
Vegna þessa eru steinarnir sem frumfræðar ekki
Þannig, að með þeim verði fræðilegir örðugleikar
fullkomlega kleifir, enda er ekki ávalt unt að lýsa
teim af fullum skilningi.