Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 88
246
LÍFIÐ
Hirðuleysi og lögbrof.
Eftir Björn Blöndal Jónsson, löggæslumann.
1 niðurlagi greinar minnar „Ólöghlýðni og slys“
gat eg þess, að aðalorsök þess, að fólk bryti svo mjög
lögreglusamþykt Reykjavíkur, sem raun ber vitni
um, stafaði frekar af því, að fólk þekkir hana ekki
en af meðfæddri löngun til þess að brjóta lögin. Sú
tilgáta mín virðist mér hafa verið rétt, því fjöldi af
unum á frönsku og ensku. En á sýningum allra ann-
ara þjóða voru skýringarnar yfirleitt einungis á
frönsku. Átti slíkt að vísu vel við, því naumast var
til of mikils ætlast af sýningargestum, þótt gert væri
ráð fyrir, að þeir hefðu kynt sér frönsku — þetta
mikla menta- og menningarmál — það mikið, að þeir
gætu stafað sig fram úr lýsingunum á hlutunum, sem
voru margir svo almens eðlis, að engum heilvita
manni var um megn að þekkja þá að meiru eða minna
leyti —
Eg tel rétt að taka það fram sérstaklega, að hin
mjög umrædda Hitlers-„dýrkun“ var elcki áberandi
á þessum stað. Eg minnist ekki mynda af honum, né
nokkurs, er minti á hann, líkt og ítalska sýningin
gerði, hvað snerti Mussolini, eins og lesendum er
kunnugt frá lýsingu minni af sýningu ítala hér að
framan. Fjöldi Þjóðverja voru gestir sýningarinnar,
en það var um ekkert „heil Hitler“! að ræða, né neitt
„nazistiskt“, nema dálítið af hakakrossum. Framh.