Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 116
274
LÍFIÐ’
ýmsar íþróttir við menn og þótti mikið til hans komar
bauð hoirum kvonfang og ríki mikið, en Gunnar þáði
ekki og fór norður í Noreg og var með Hákoni jarl
Sigurðssyni um stund. Hann feldi þar ástarhug til
Bergljótar frændkónu jarls, og lét jarl á sér skilja,.
að hann myndi hafa gift honum hana, ef hann hefði
nokkuð leitað þess. — 1 Laxdælu er Bolli látinn
brígsla Kjartani um að hann muni fátt það muna,
er á íslandi sé til skemtunar, er hann siti á tali við
Ingibjörgu Tryggvadóttur konungssystur, og á öðr-
um stað segir: „Ok er skipit var albúið, þá gengur
Kjartan á fund Ingibjargar konungssystur. Hún
fagnar honum vel og gefur rúm að sitja hjá sér, og
taka þau tal saman, segir Kjartan þá Ingibjörgu, að
hann hafi ráðið ferð sína til íslands. Þá svarar hún:
„Meir ætlum vér, Kjartan, að þú hafir gjört þetta
við einræði þitt, en menn hafi þig þessa eggjað að
fara brott af Noregi til íslands“. En fátt varð þeim
að orðum þaðan í frá. í þessu bili tekur Ingibjörg
til mjöðdrykkju, er stendur hjá henni. Hún tekur
þar úr motur hvítan, gullofinn, og gefur Kjartani,
og kvað Guðrúnu Ósvífursdóttur helsti gott að vefja
honum að höfði sér, „ok muntu gefa henni moturinn
at bekkjargjöf, vil ek at þær Islendingakonur sjái
þat, at sú kona er eigi þræla ættar, er þú hefir átt
tal við í Noregi“. Þar var guðvefjarpoki utan um,
var það hinn ágætasti gripur. „Hvergi mun ek leiða
þig“, sagði Ingibjörg, „far nú vel ok heill!“ Eftir
það stendur Kjartan upp og hvarf til Ingibjargar og"
höfðu menn það fyrir satt, að þeim þætti fyrir að-
skiljast. Þessar sagnir allar virðist mér hafa gefið