Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 11
LÍFIÐ
169
ar þau eru 6—8 ára, og 11—14 ára“. Hann segir, að^
aðalatriðið sé gagnvart ungbörnum, að það sem þeim
er sagt, sé satt. En fræðsla 11—14 ára unglinga seg-
ir hann að eigi að vera um það, hvernig kynfærin
starfi í þágu líkamans og um byggingu þeirra inn-
vortis. Uppalendum ber skylda til að afla sér sjálfum.
fræðslu í þessu, ef þörf krefur, til þess að geta frætt
börn og unglinga skynsamlega um kynferðismál.
Kynferðið er svo sterkur þáttur í lífi einstakling-
anna, að um þá hluti getur vanræksla á sannri
fræðslu eða ósannsögli valdið óbætanlegu tjóni. Hætt-
an er sú, að ef barnið fær ekki að vita sannleikann í
þessu máli, sagðan af vinarhug og skilningi, þá fær
barnið rangar hugmyndir, oft bornar fram með létt-
úð og fyrirlitlegri meðferð. Alþýðlegar fræðibækur
um þessi efni, sem fólk á helst völ á, eru oft frekar
villandi en leiðbeinandi, enda oft gefnar út í gróða-
skyni. En vegna þess, að kynferðisfræðsla hefir al-
mennt verið ónóg eða röng, eru unglingarnir sólgnir
í svona „literatur", og reyndar fólk á öllum aldri,
því svo lélegt sem uppeldið er í þessu efni nú, var það
síst betra áður fyr.
Þótt eg fari ekki út í einstök atriði hér, þori eg þó
að fullyrða, að mikið af ósiðsemi og afvegaleiðslu í
kynferðismálum er sprottið af vanþekkingu, og næst-
um öll slík spilling á rót sína að rekja til ónógrar eða.
rangrar fræðslu í æsku, og samfara yfirsjónum á
ungum aldri.
Varast ber í hugsunum, orðum og athöfnum alt
það, sem börnum er skaðlegt! Það er oftast ekki ein-
ungis árangurslaust að banna börnum að fremja það,.