Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 53
LÍFIÐ
211
Löggilding fósfureyðinga í Kaialoníu.
Eftir prófessor Theodor Hartvig, háskólak. í Prag.
Fóstureyðingar eru frjálsar í Katalóníu. Lög þessi,
sem eru í 15 greinum, leyfa fóstureyðingar, þegar
þær eru framkvæmdar á sjúkrahúsum eða öðrum
opinberum stofnunum.
Ríkisstjórnin býr til sérstakar deildir í ofangreind-
um stofnunum, þar sem aðgerðir eru framkvæmdar
af sérfræðingum, sem ríkið ákveður, ásamt aðstoðar-
möhnum þeirra. Það er svo fyrirskipað, að aðgerð-
in megi eiga sér stað á fyrstu þremur mánuðum fóst-
ursins. Sé fóstrið orðið meira en þriggja mánaða
gamalt, er uppskurður að eins gerður, ef læknir úr-
skurðar, að ástæða sé til þess.
Eftirfarandi ástæður til fóstureyðingar eru við-
urkendar:
1. Líkamlegir eða andlegir sjúkdómar hinnar
þunguðu konu.
2. Sifjaspell eða hættulegir erfðagallar.
3. Ósk, samkvæmt skynsamlegri yfirvegun, eink-
um hagfræðilegs eðlis, um að takmarka barnafjölda.
4. Löngun til að ala ekki barn, þegar fóstrið er
afleiðing lauslætis, eða frjóvgunin verður gegn vilja
konunnar, svo sem við nauðgun.
Fóstureyðing á hagrænum eða siðgæðislegum
grundvelli verður að eins gerð samkvæmt ósk hinn-
ar barnshafandi konu. Ef aðstandandi eða aðstand-
endur eru með aðfinslur, umkvartanir eða klögumál,
14*