Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 32
190
LÍPIÐ*
arlegu meina mannanna er viðeigandi eða samsvar-
andi þjóðskipulag (eine entsprechende soziale Ord-
nung). Það hefir þegar einn af lærisveinum Freud,
Alfred Adler, stofnandi einkasálarfræðinnar (Be-
griinder der Individualpsychologie) komið auga á og
viðurkent að nokkru, en þó látið staðar numið á.
miðri leið. Hin skýra félagslega lína var fyrst dreg-
in af öðrum lærisveini Freud, dr. Wilhelm Reich. í
bók sinni „Kynhvatarhagfi’æði" (Sexualökonomie)
miðar hann athuganir sínar við hagfræðilega aðstöðu
sérhvers einstaks manns — leggur til grundvallar
einstaklingseðli og þarfir, uppeldi, atvinnu og arð-
rán auðvaldsins. Þeim kröfum, er hann gerir til sið-
mentaðs þjóðfélags, með valdi kynhvatarinnar sem
þungamiðju, verður ekki fullnægt á næstunni, að;
minsta kosti. Það má búast við því — því er nú ver
— að þess verði nokkuð langt að bíða.
Fólk er, að kalla má, þekkingarsnautt um kynferð-
ismál. Afleiðingarnar eru alskonar skipbrot í ástum
og hjúskaparlífi. Veit kvenfólk kannské, að það fæð-
ist 25—30 árum eldra en karlmenn? Nei, það er síð-
ur en svo! Þær konur, sem vita slíkt eða gera sér
það verulega Ijóst, eru næsta fáar.
Þess vegna er það svo, að giftar fimtugar konur,
jafnaldrar manna sinna eða lítið eitt yngri, sem eru
þegar orðnar kerlingar, furða sig á því og finst það
hróplegt ranglæti og ójafnræði, að menn þeirra um
fimtugt eða liðlega það — á besta aldri — yfirgefa
þær og hefja hjúskap að nýju með ungum stúlkum.
Drengilegt er það að vísu ekki að hafa notið æsku
stúlku og varpa henni fyrir borð, þegar hún er orð-