Lífið - 01.06.1937, Side 41
TjÍFIÐ
199
sem er aðalatvinnuvegur landsmanna, var í hræði-
legu ástandi. Herir Austurríkis, Póllands, Ungverja-
lands og Rúmeníu höfðu allir geysað yfir landið og
hver um sig eytt öllu því, er til náðist; landið sjálft
fátækt og snautt að flestum gæðum nema timbri.
Hinir ungversku gósseigendur gerðu sér ekkert
far um að koma upp í landinu sjálfstæðri bænda-
.stétt, og var það algengur siður, að ruthenskir bænd-
ur leituðu sér meðfram bjargar með því að sækja
vinnu á stórgóssin um annatímann. Var þeim að
jafnaði goldið í fríðu og mátti oft sjá þá fyrrum, er
þeir komu úr slíkum leiðangrum með hveitið, sem
átti að draga fram í þeim lífið vetrarlangt. Þeir voru
sljóir, kærulausir og latir, og örsnauðir.
Stjórn Tékkoslovakíu setti sér nú svo markmið:
1. að hefja allan landbúnað Rutheniu á hærra stig
með nýjum búnaðarlögum; 2. að gera bændunum
-auðið að fá vinnu sína betur greidda en áður hafði
verið.
Fyrst var að afnema hinar gömlu kvaðir til aðals
og kirkju Robata, Rokovina og Koblina. Robata var
•eins dags kvaðarvinna úr uppskeru og annars dags
að viðarflutning, og var hver bóndi sem kú átti eða
hest skyldur að láta þessa vinnu í té einu sinni á ári,
en þeir, sem hvorki áttu hest né kú, skyldu láta af
mörkum fjögurra daga verk. Var verksins að jafn-
aði krafist um uppskerutímann, þegar bændunum bar
aerin nauðsyn til þess að stunda sitt eigið bú. Roko-
vina og Kolbina voru afurðaskattur til prests og
djákna, og margir voru þeir skattar. Maður, sem átti
íjóra hektara lands eða hafði á leigu, þurfti einatt