Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 60
218
LÍFIÐ
tugar síðustu aldar kölluð „jarðbyggingarfræði“
(Geognosie). Við lýsingu efnisins bætist skýring og
merking eða ráðning hinnar sögulegu jarðfræði, sem
svarar til hinnar fornu „jarðlagamyndunarfræði“
(Geogenie). Enn í dag eru, hvað stóra steinaflokka
snertir, lýsandi og skýrandi nöfn nothæf og sýna, að
hin gamla tvískifting, sem nú er alment fallin úr
gildi, getur enn átt við.
Lýsandi jarðfræöi. Hið fyrsta verk jarðfræðings-
ins liggur í landssvæðum. Hann rannsakar steinana,
með því sem þeim heyrir til, og gerir framar öllu
ákvarðanir um aldur og varðveislu jarðlaganna. Sá
árangur, sem rannsóknir á landssvæðunum láta í té
er í mörgum menningarlöndum teiknaður á jarð-
fræðileg landabréf eða jarðuppdrætti, af opinberum
stofnunum. Takmarkanir jarðfræðilegrar þekking-
ar byrja þegar á landsvæðunum að koma í ljós. Á
mörgum stöðum á yfirborði jarðarinnar sést lítið af
þeim steinum, sem til eru; þeir eru huldir moldu
og jurtagróðri, og jarðfræðingurinn verður af mik-
illi umhyggju og nákvæmni að leita nakinna steina,
þ. e. leita að sjáanlegum steinum, því slíkt að eins
getur hann notfært sér. Einungis í háfjöllum og á
mörgum þurlendissvæðunum kemur hin jarðlokaða
eða dulda steinamergð fram í dagsljósið til athug-
unar. Þó kemur hér efi mjög til greina, vegna auk-
inna óyfirstíganlegra örðugleika. Víðáttumiklir
hlutar yfirborðs jarðar liggja undir vatni og ís. Þá
veldur það og sársauka, að jafnvel dýpstu námar
eru, hvað jarðskorpuna áhrærir, einungis sem lítil
nálarstunga. Færslur jarðskorpunnar hafa, á mörg-