Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 122
280
LÍFIÖ
klæddust kvenbúningi, sem gömul kerling og dóttir
hennar. Kerlingin var svo búin, að hún hafði á höfði
loðinn hundsbelg, úttroðinn með heyi, en fyrir and-
litinu var grímuhetta með gleraugum. Hún var klædd
í hærusekksdulu, sem náði niður fyrir mjaðmir, og^
öll þakin meltuskum, leppum og tyrjum. Roðaveski
hafði hún á baki og sjóvetlinga á höndum. Dóttirin
var aftur vel búin með skaut og lafði skottið á hnakk-
ann, í góðri hempu með saumuð tröf á bak og brjóst,.
hún hafði lyklakerfi, sem hún veisar og hringlar,.
þegar henni þykir. Til að leika dóttirina var valinn
tölugur, ráðsettur og siðprúður maður. Stóð hann £
salsdyrum og var að spjalla við húsbónda, þegar
kerling kom að dyrum, henni fylgdu tveir þrælar,
Kári og Benedikt langi. Spyr þá dóttirin eftir þeim
og þykist vant við þá komin, en kerling vill ekki heyra
þá nefnda og rekur upp ámátlegt gól. Dóttirin bið-
ur leyfis að móðir sín megi ganga í gleðistofuna, og
fær hún það með því skilyrði, að hún leggi fram.
kynning sína. Þrífur hún þá veski upp úr poka sín-
um og er þar vitnisburður hennar, er húsbóndinn.
les:
Hér er komin,
hópinn að prýða,
Fleinhildur forna
úr ferðum austan,
bragna alla
beðið hefir
um fyrirgreiðslu
á ferðum sínum.
Nú leiðir dóttirin kerlingu inn í stofuna og kveðurr