Lífið - 01.06.1937, Side 97
LÍFIÐ
255
19, 20, 21 eða 22 ára, vegna þess að menn eru mjög
mismunandi þroskaðir á þessum aldri, og bera ekki
utan á sér aldur sinn, eins og menn gera yfirleitt
aldrei, á hvaða aldri sem er. Og því síður getur af-
greiðslumaður séð, hvort sá, er hann afgreiðir, hefir
gerst brotlegur við áfengislögin. Lagaákvæði, eins
og þessi, eru því ekki til neins gagns. En það verð-
ur heldur ekki um þau sagt, að þau séu meinlaus og
árangurslaus, því þau eru skaðleg að því leyti, að þau
ýta undir menn að brjóta þessi ákvæði, þar sem það
er sjáanlegt, að slík brot komast svo sjaldan upp.
Sá hugsunarháttur leiðir því aftur til lögbrota á öðr-
um sviðum. Það væri því miklu betra að fella þessar
setningar úr lögunum, ef löggjafinn sér sér ekki
fært að setja einhver þau ákvæði inn í lögin, sem
torvelda það, að þetta ákvæði sé brotið, ekki ein-
ungis daglega heldur mörgum sinnum á dag. Þá er
ákvæði í lögunum, að enginn megi selja áfengi
nema Áfengisverslun ríkisins og útsölur hennar og
hótel, er kynnu að fá til þess sérstakt leyfi. Það er
nú vert að athuga, hvernig þessu ákvæði áfengislag-
anna hefir verið hlýtt. Hér í Reykjavík eru 48 leyni-
salar, og á Akureyri eru þeir allmargir, og það má
óhætt fullyrða, að vart er nokkurt kauptún á land-
inu, sem ekki hefir sinn eða sína leynisala. Og þar
við bætist, að þeir blanda áfengið iðulega með vatni,
alt að helmingi, og selja það svo sem ósvikna vöru
með hundraðföldum ágóða. Eg skal aðeins nefna
tvö dæmi af mörgum hundruðum um leynisölu. —
Bruggari úr smákauptúni í Ilúnavatnssýslu brá sér í
haust til Reykjavíkur og keypti hundrað flöskur af'