Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 85
LÍFIÐ
243
Legubekkur með tilheyrandi „púðum“. Leikföng,
látúnsvarningur. Regn- og sólhlífar.
Þá má loks nefna hitauppsprettur sýndar í mynd-
um. —
Þýskaland.
Sýning Þýskalands var, eins og vænta mátti, mjög
athyglisverð. Sýning Sovétríkjanna var þó enn fjöl-
breyttari.
Hún var andspænis höll Sovétríkjanna. Höll verka-
lýðsríkisins var alveg á bakka Signufljótsins. En á
fljótsbakkanum við hliðina á höll Þýskalands var
hin hlutfallslega lága (en þó tvílyfta) höll fasistarík-
isins Portúgal, líkt og stoltur unglingur við hliðina
á stórum risa.
Höll Þýskalands var há, en þó aðeins einlyft, nema
hvað hár turn var upp af henni að framanverðu.
Geysihátt var því undir loft, þaðan sem glitrandi
ljósakrónur vörpuðu skæru ljósi yfir sýningarsvæðið.
Efst á framhlið turnsins blasti við stór, svartmál-
aður örn — skjaldmerki hins fræga þýska ríkis. —
Tveir stórir fánar, með hakakrossi báðir, voru við hún.
Fyrir utan innganginn, meðfram breiðum tröpp-
um, voru höggmyndir, er virtust helst eiga að tákna
íþróttir og leikfimi. En nöfn voru engin til skýring-
ar. I anddyrinu var höggmynd af prófessor, doktor
Kolbe. Undir stóð orðið: „Genius", vafið fögrum
blómum.
Þegar inn var komið, blasti við þinghöllin í Niirn-
berg með sínum 70.000 sætum. Þetta var að vísu
auðvitað aðeins líkan. Þá var og líkan af þýskum í-
þróttavelli, með 300,000 sætum. Sagt var, að bygg-
16*