Lífið - 01.06.1937, Page 86
244
LÍFIÐ
ing hans hefði hafist 1937, eða nýlega, en ætti að
vera lokið 1943. Þá var og líkan af öðrum íþróttavelli,
handa Hitleræskunni, og voru þar 80,000 sæti. Virt-
ist þetta benda á, að íþróttir væru all mikils metnar
í þriðja ríkinu, enda hafa Olympíuleikarnir í Berlín
síðast, vafalaust aukið áhuga almennings í Þýska-
landi á íþróttum.
Þá má nefna postulín, leir- og glervörur, tin- og
nýsilfurvarning.
Myndir af fjöllum, ökrum, verksmiðjum, vélum.
Þær voru flestar í fjölbreyttum litum. Málverk á
vegg af ungu íþróttafólki.
Fjarsjá (teleskop), þvermál 200 millimetrar. —
Stækkun eða sýnaukning sexhundruðföld. Brenni-
punktur nokkuð stór.
„Mecedes“, nýtísku bifreið, gerð 1937.
Hálsfestar digrar, úrfestar, úr, klukkur, armbönd,
töskur, skotvopn.
Alskonar hreinlætisvörur — feikna úrval. Hinar
alþektu Solingenvörur: hnífar, gafflar, skeiðar, söx,
o. s. frv.
Hljóðfæri: Slaghörpur (Fliigel), fiðlur, trumbur,
knéfiðlur, lúðrar, orgel, harmonikur, munnhörpur,
flautur. Þá var þar hljóðfæri eitt: samsteypa af org-
eli og píanó. Má stilla það þannig, að leika má á það
sem píanó, og að hinu leytinu má með skiftingu (til
slíks eru sérstakar aðferðir) leika á það sem orgel.
Þótti mörgum þetta athyglisverður hlutur.
Þessi sýning bar af öllum öðrum hvað gerfi-iðnað
snertir. Þar voru sýnishorn af gerfisilki, gerfiull,
gerfibaðmull, gerfigúmmí, allskonar gerfimatvælum,