Lífið - 01.06.1937, Side 64
222
LÍFIÐ
athugunum. Sú elsta dýrategund, sem viS þekkjum, og-
kend er við „Kambrium“ lýstur oss furðu, vegna
háþroskaðrar hrygglausrar líftilveru, hverrar undan-
farar, sem hljóta að hafa tekið yfir mjög langt tíma-
bil, verða oss að eilífu óþekt stærð. Vér komumst að
þeirri fljótsögðu niðurstöðu: Steinarnir, sem frum-
fræðar jarðsögunnar, eru einungis ófullkomlega skýr-
anlegar.
Frumsetningarlegt gildi jarðfræðilegra ályktana.
Einungis í lýsandi jarðfræði einni höfum vér stað-
reyndir fyrir framan oss. Að svo miklu leyti, sem
vér höllum oss að sögulegum skýringum eða merk-
ingum, yfirgefum vér grundvöll staðreynda, og nauð-
synlegt er að hugsunin bæti þar við í stórum stíl-
Vér höfum þá ekki eftir annað en tilgátur að styðj-
ast við.
Réttmæti vísindalegra tilgátna svona af handa-
hófi — þessi orð eru hér notuð í þeim skilningi, að
um ágiskanir einar sé að ræða — er unt að færa
sönnur á, að sumu leyti beinlínis, að nokkru leyti
óbeinlínis. Hina beinu sönnun er hugsanlegt að gera
frambærilega með athugun eða tilraun. En þetta
hvorttveggja verður viðskila við jarðfræðina þegar
í byrjun. Athugun getur ekki komið til mála, þar
sem alt snýst hér um löngu liðna sögulega atburði,
sem engir rannsóknarar gátu athugað. Hins vegar
komumst vér engu lengra með tilraunum. Þær láta
oss í té svipað, þegar best lætur, og fortíð jarðfræð-
innar gerir og sanna aldrei, að ákveðnir jarðsögu-
legir atburðir hljóti að hafa átt sér stað einmitt á
þann hátt, sem tilraunir benda til. Einnig er stæi'ð