Lífið - 01.06.1937, Page 102
260
LÍFIÐ
firði gefið út úrval af íslenskum vikivakalögum og
öðrum íslenskum þjóðlögum. í innganginum kemst
hann svo að orði: „Þeim, sem unna öllu því, er þjóð-
legt er og sérkennilegt í fari voru, finst vera kom-
inn tími til þess, og þótt fyr hefði verið, að vekja aft-
ur til lífs þessar þjóðlegu skemtanir í endurbættri
mynd. Til þess að stuðla að þessari endurreisn og
flýta fyrir henni, eru hér gefin út 20 vikivakalög með
tilheyrandi vikivakakvæðum. Er þá aðeins eftir að
kenna dansana (og leikina þar sem þeim verður kom-
ið við), og samræma svo þetta alt, dansana, leikina,
lögin og kvæðin“. Það virðist auðsætt, að vikivak-
arnir eru að komast á orð með þjóðinni, og finst mér
því ekki vera úr vegi, að athuga þetta mál nánar, og
fyrst og fremst að gera sér ljóst hvað vikivakar eru
og hvað vér vitum um þá.
Fyrsti erfiðleikinn er nafnið. Að nafnið sé málleysa
eða ambaga kemur fræðimönnum saman um og ýms-
ar skýringar hafa verið gerðar, en engin, sem getur
talist fullnægjandi. Helstu tilgátur eru, að það sé af-
bakað úr vikuvaka eða vituo-vaka, en Arngrímur
Jónsson lærði segir: „Vikivaki er hringdans“.
Mér skilst, að orðið dans komi hvorki fyrir í Forn-
aldarsögum Norðurlanda né íslendingasögunum
nema Sturlungu og Biskupasögunum, og svo í Kon-
ungsskuggsjá. Því það er ekki talið rétt, þó í einni
útgáfu af Vatnsdælu standi: „Svá vil ek ok kvað
kelling með Ingólfi dansa“, sbr.: „Allar vilja meyj-
arnar með Ingólfi dansa“, því í öllum betri útgáfum
stendur „ganga“ í staðinn fyrir að „dansa“, og niá
því fullyrða, að öll betri handritin hafi það svo.