Lífið - 01.06.1937, Síða 25
XiÍFIÐ
188
lcosti færi fyrir oss líkt og vesalingnum með þúsund
fæturnar, sem þurfti — ekki ósjálfrátt, óvarurðar-
lega — heldur sjálfrátt, með fullri varurð, að setja
fætur sínar í hreyfingu.
En óskynjunin er líka gagnleg í öðru tilliti. Hún
:getur „létt byrðurn" af skynjuninni. Það sem ekki
telst húshæft (stubenrein) á sálarheimili voru (in
unserem seelischen Haushalt), svo að komist sé
■svona að orði, því holum vér niður í dýptir óvitund-
arinnar. Því, sem vér helst ekki viljum vita af og
þar af leiðandi ekki muna eftir, því „gleymum“ vér.
Þetta á einkum við um það, sem er Ijótt eða óhreint
í hugarfarinu. Heilsteyptum söknuði eða hreinni og
fölskvalausri, sterkri, ófullnægðri heilbrigðri þrá er
alls ekki hægt að gleyma. Nietzsche viðurkennir, að
óvitundin sé oft hentugt, nothæft og ávalt til reiðu
skúmaskot fyrir það, sem vitundin er ekki alskostar
ánægð með í fórum sínum. Fljótt og vel gengur það
:stundum ekki að „pakka“ þessu dóti nógu rækilega,
þ. e. koma því fyrir í hinum myrka og raka kjallara
hugans — en það tekst þó um síðir. Nietzsche eigin
ummæli eru þannig orðrétt:
„Þetta hefi eg gert, sagði minni mitt. Þetta hefi
eg ekki getað gert, sagði metnaður minn. Að lokum
var það metnaður minn, sem sigraði“.
Það eru þó ekki að eins endurminningar um verkn-
aði, er vér höfum raunverulega framið, er þjá huga
vorn. Miklu frekar er það svo, að í fyrstu bernsku
er sál vor þrungin af óskum og löngunum, sem oss
er ekki unnað að njóta. Umheimurinn leggur í veg
íyrir oss siðgæðislegar tálmanir — stráir á leið