Lífið - 01.06.1937, Page 149
LIFIÐ
307
um réttir hún dálítið úr sér, styður höndunum á
mjaðmirnar, og frá henni heyrast lágar stunur.
Loks er sprekadyngjan orðin nógu stór. Gamla
konan skríður á hnén og fer að basla við að kveikja
í henni. Lengi gengur það illa. En hún er þolinmóð.
Um síðir tekur kösturinn að loga. Bálið æsist. Það
snarkar í eldinum. Þá stígur gamla konan alt í einu
inn í eldhafið og fellur áfram. Neistaflugið gnæfir
við myrkan himininn, en bálið lækkar og hverfur í
rykmekki. Svo fær það nýjan kraft. Sterkum logum
eyðir það hinni nýju fórn. Það er kyrð í skóginum.
Steinhljóð.
En nú hafa logarnir læst sig í hríslurnar kringum
rjóðrið. Þær taka að brenna. Gráðugar eldtungur
teygja sig lengra og lengra inn í skóginn. 0g brátt
lýsir eldsbirtan alla hlíðina. Hægur náttblær flýtir
eyðileggingunni. Hvarvetna heyrist hvæs og sog, og
hið kolbrunna svæði stækkar óðfluga. Aðeins stubb-
ar af stærstu trjástofnunum standa óútbrunnir hér
og þar. Loks tekur bálið að lækka úti við skógarjaðr-
ana. Sumstaðar slokknar það alveg á löngum svæð-
um, en margir stakir eldar brenna eftir. Svo hjaðna
þeir einnig. Og þegar síðasti bjarminn frá skógar-
eldinum deyr út, tekur myrkrið við völdum aftur.
Og myrkur haustsins grúfir yfir dalnum. Það er
ekki þetta kalda, hráslagalega myrkur vetrarins, sem
oft svo snemma fylgir eftir hinu ljúfa sumarrökkri.
Það er heil eilífð af yndislegu, hlýju, draumvísu
myrkri, sem hjúpar jörðina, sveipar hana í léttum,
órjúfandi slæðum sínum, mjúkt og nærgætið, eins og
ástmey, sem faðmar elskhuga. Og dalur jarðarinnar
20*