Lífið - 01.06.1937, Page 128
286
LÍFIÐ>
Mey vill Alfinn.
Mey vilja allir Hoffinnssveinar.
Þá segja þær:
Hvað býður Hoffinn?
Hvað býður Alfinn?
Hvað bjóða allir Hoffinnssveinar ?
Þeir svara:
Grjót býður Hoffinn, o. s. frv.
Þær svara í styttingi:
Sneipstu burtu Hoffinn, o. s. frv.
Riddararnir hverfa frá, en koma strax aftur, og-
nú er byrjað á nýjan leik og nú bjóða riddararnir
betur, t. d. eir eða kopar, og altaf voru þeir reknir-
aftur. Loks buðu þeir gull.
Gull býður Hoffinn, o. s. frv.
Þá sungu meyjarnar blíðlega:
Velkominn Hoffinn.
Velkominn Alfinn.
Velkomnir allir Hoffinnssveinar.
Þá var dyrum lokið upp og inn gengu riddararnir
með sveinum sínum og tóku höndum saman við meyj-
arnar, og voru þá sungin mörg fögur kvæði, helst
ástavísur og mansöngsvísur. Þegar þessi leikur var
á enda var leikinn hindarleikur og svo haldnir nokkr-
ir vikivakar, ef tími vanst til. Oftast hélt kvenfólk-
ið best og lengst út, þó karlmennirnir dyttu úr sög-
unni söng það kvæði sín, uns dagur ljómaði, en þá
var gleðinni hætt. Klöppuðu þá gleðimennirnir af sér
gleðina hver á annan að lokum, og sögðu um leið:
„Þessa gleði klappa eg af mér á þig, lagsmaður“.
Hindarleikurinn er að sumu leyti ekki ósvipaður