Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 92
250
LÍFIÐ
reiða eru miklu stirðari og meiri hætta á að aka
þeim hart. — Hraðahámarkið hjá okkur er því orð-
ið altof lágt og því þarf Alþingi að breyta þannig,
að það líkist sem mest þeim hraða, sem almennast-
ur er úti á þjóðvegum landsins, en það er 60 km. á
klst. Einnig þarf bæjarstjórnin að breyta þeim há-
markshraða, sem hér er í Reykjavík, úr 18 kílómetr-
um upp í 25 km. Það er sá hraði, sem vanalegast er
ekið á hér í bænum. Að hafa ákvæði í lögum eða
reglugerðum, sem eru þannig vaxin, að allur almenn-
ingur lítur á þau og löggjafarnir líta líka á þau sem
úrelt og óviðunandi, er til stórskaða fyrir þjóðfé-
lagið, hvað löghlýðni snertir. Þjóðin lærir á því að
brjóta lög, landsmenn alast upp í því að vera lög-
brjótar.
Þá kem eg að áfengislöggjöfinni og byrja fyrst á
henni, eins og hún var, þegar Bakkusi var útrýmt
hér á landi. Öllum er kunnugt um, hve gífurlega sú
löggjöf var brotin, og verður þó ekki annað sagt en
.að í henni hafi falist margþætt velmegun fyrir öll
landsins börn, ung og gömul. Sú löggjöf var í fyrsta
lagi menningarmál, í öðru lagi heilbrigðimál, í þriðja
lagi hagsmunamál. Menning hverrar þjóðar fer eft-
ir því, á hve háu stigi þroski hvers einstaklings í
þjóðfélaginu er. En ekki verður um það deilt, að
þroski hvers manns minkar stórlega við það, að hann
verði ofurseldur áfengisnautn. Heilbrigði manna fer
að miklu leyti eftir því, hvort menn eru vínneytend-
ur eða ekki! Drykkjumannafjölskyldur eru oftast
einhverjum sjúkdómum háðar, sem rekja má á ein-
hvern hátt til vínnautnarinnar, því sé sjúkdómur-