Lífið - 01.06.1937, Side 33
LÍFIÐ
191
in gömul, enda þótt maðurinn sé enn ungur. En hér-
kemur blátt áfram til greina lögmál, sem ekki verð-
ur gengið fram hjá né umflúið.
Piparsveinar t. d. um fimtugt ganga líka vana-
lega að eiga ungar stúlkur, eða giftast ekki ella. Þau
hjónabönd reynast öllum öðrum hjónaböndum betri.
Slíkir menn geta notið ástarinnar til fulls, þar sem
ungir menn, með vanþroska æskunnar, njóta henn-
ar til hálfs eða minna en það. Þroski hins reynda
manns getur brúað djúpið (aldursmuninn) með
þekkingu, ástríki, sannri umönnun og víðfeðmum
gagnskilningi. Auk þess eru fimtugir menn kynhvata-
sterkari en tvítugir. Menn eru yfirleitt ekki full kyn-
þroska fyr en 30—40 ára að aldri. Af því leiðir, að
margir þeirra manna, sem giftast mjög ungir, of-
bjóða getnaðarfærum sínum af ungæðishætti og van-
þekkingu.
Táknræn er sú öfund og það hatur, sem gamlar
piparmeyjar og giftar kerlingar ala í brjósti gegn
eldri mönnum, sem fella ástarhug til ungra stúlkna
og öfundin og hatrið nær til ungu stúlknanna sjálfra
eitthvað líka. Þannig brýst fram í þessum gömlu
konum feikna gremja og ofsareiði yfir því, að þær
sjálfar liafa biðið stærsta ósigurinn í lífinu — ósig-
urinn í viðureigninni við ellina, þó árin séu ekki
mörg að baki. Ástand svona kvenna verður valdandi
illverka og alvarlegustu glæpa, þegar þeim t. d. tekst
með rógi, — sem ávalt er þeirra alræmdasta vopn, —
að aðskilja elskendur og eyðileggja lífshamingju
slíkra elskenda.
Já. Þessir elskendur, sem hin dauða hönd kerl-