Lífið - 01.06.1937, Side 129
LÍFIÐ
287
Þórhildarleiknum, því hann er líka giftingarleikur..
Karlar og konur skipa sér í raðir, en ein af konun-
um, helst roskin og sköruleg, gekk fram á gólfið og.
kvað:
1) Hér fer hind af heiði
og hyggur sér til veiði,
aðra eftir leiði
og af hjarta beiði.
2) Leið hefi eg langa gengið
og leikhjört eigi fengið,
hlaupið hart og runnið,
en hjörtinn engan unnið.
Þetta var hindarmóðir, hún víkur sér að hjörtun-
um, tekur í hönd þeim hverjum eftir annan, bindur
fyrir andlit þeirra, leiðir þá fyrir kvennaröðina og-
lætur þá kjósa sér blindandi hindina, og hefir upp'
þennan formála á meðan, sem hún endurtekur:
1) Eg sé hvar einn hjörtur situr,
og svo fagur er hans litur.
Góði hjörturinn gá með mér,
gef eg fagra hind þér.
2) Hún er svo miðmjó
og mátulega vel stór,
runnin upp sem svo klár,
með rétt fagrar gleðibrár.
3) Hefti eg hróðrarlínu,
hallar kvæði mínu.
Haldi nú hver á sínu,
svo held eg á mínu.
Þegar hindarmóðirin hefir lokið þessu starfi, og:
hver hjörtur hefir fengið sína hind, vígir hún hjón-