Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 47
X.ÍFIÐ
205
ið háfjallagróðri og heiðagróðri langdrægt upp til
jökla. Þá draup hér smjör af hverju strái.
Með búskaparlagi forfeðra vorra, búskaparlagi
því, sem haldist hefir fram á síðustu ár og helst jafn-
"vel sumstaðar enn, gat hvorki skógurinn né annar
.gróður haldið í hoi’finu. Menn hjuggu allan þann við,
er þörf krafði, og þegar viðarskorturinn gerði vart
við sig létu menn ekki staðar numið við höggið, held-
ur grófu ræturnar upp til að ná sem mestum viði.
Pé og búpeningi var beitt á nýgræðinginn. Hrís og
lyng var rifið til eldsneytis og til heystyrks í felliár-
um, sem voru æði tíð. Til bygginga varð meira að
segja að rista svörðinn af jörðinni, svo var fátæktin
og eymdin mikil, að fáir eða engir höfðu efni á eða
kunnáttu til að byggja sér sæmileg hús. Örtröðin
lagðist því smám saman yfir landið og hamfarir nátt-
úrunnar með eldgosum og óáran lögðu eyðilegging-
unum oft drjúgan liðsstyrk og ráku stundum smiðs-
höggið á hermdarverkin, eins og þegar Hekla flæmdi
bygðina úr Þjórsárdal árin 1300 og 1341.
Við lesum oft um velmegun manna hér á söguöld,
en síðar þverr velmegunin greinilega og á 14. og 15.
öld hefst niðurlægingartímabil þjóðarinnar. Þótt
ýnisar séu taldar orsakir niðurlægingarinnar getur
bað ekki stafað af tilviljun einni, að um þetta leyti
eru hin gömlu landgæði að miklu leyti úr sögunni, en
Jarðfok og uppblástur eru farin að gera víða vart
við sig í stórum stíl um land alt. Þegar skógarnir
hurfu og kjarrið þvarr, misti jörðin þá hlíf og það
skj ól, sem best og lengst hafði verndað hana gegn
^°ki, þá hvarf hið gróðurberandi land og blés á braut