Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 132
290
LÍFIÐ
Arngrímur stiftprófastur hinn lærði segir: „Dansar
voru hér eftir söng, bæði kyrðardansar og hringdans-
ar. Kyrðardansar fóru fram eftir settu söngsam-
ræmi í kvæðum eða söngvísum, var einn forsöngv-
ari og tveir eða fleiri tóku undir með honum, en hin-
ir dönsuðu á meðan, en hringdans eða vikivaki var
það, þegar karlar og konur gengu fram á víxl —
hvort móti öðru eða á bí við annað —, greindust svo
aftur eða deildust með nokkrum hætti“. Vikivaki er
eftir þessu sérstakur dans — hringdans — og alls
ekkert annað.
Á 11.—12. og 13. öld er vikivaki aldrei nefndur,
en á 16. öld, eða jafnvel á 15. öld, ef trúa má Guð-
brandi Vigfússyni, er þetta orð, vikivaki, notað. Það
er því ljóst, að það á ekkert skylt við vökurnar og
skýringin vikuvaki og vitusvaki kemur ekki til greina.
Ef orðið er nokkuð annað en afbökun á einhverju
útlendu orði, sem hefir verið nafn á þessum sérstaka
dansi eða dansaðferð, þá er helst að hugsa sér, að
vaki sé fyrir vakki, eins og Grunnavíkur-Jón lætur
uppi, sbr. að vera á vakki. Grunnavíkur-Jón segir:
„Vikivaki er ávalt hringdans, þar sem karlar og kon-
ur skiftast á, kveða þau og hafa við ákveðnar fóta-
hreyfingar, eftir því sem forsöngvarinn vísar til, og
dansa í hring“. — Eggert Ólafsson segir í ferðabók
þeirra Bjarna Pálssonar: „Vikivaki er kunnur frá
fornum tímum, og er hann sumstaðar nefndur dans
(t. d. í Sturlungu), en orðið þýðir á norrænu ekki
eiginlega hreyfingu líkamans, heldur samsöng, eða
söng, sem fer fram á vissan hátt, þegar margir-
syngja, og söngurinn á að sýna einhvern tiltekina