Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 56
214
LÍFIÐ
Brauð.
Eftir Axel Fröhlau.
Við göngum niður eftir Höggormaveginum í daln-
um, bak við hann rísa hæðir Jaramafjallanna. í góðu
skygni blasa fjöllin við okkur: grágul, gróðurlaus.
Maður sér á kílómetersvæði hvern einstakan runna
og hvern einstakan klett. Á hvelfdum tindi eru rúst-
ir Hvíta hússins (Casa blanca). Það hefir verið bar-
ist mikið um það hús. 1 síðustu árásunnum hafa ver-
ið grafin göng gegnum fjallið og framverðir Fasist-
anna sprengdir í loft upp.
Bak við hvelfda tindinn eru víglínur Fasistanna.
Við göngum niður hinn friðsæla, iðgræna dal. Olíu-
viðartrén teygja sig nær, þéttar saman; hinar rauð-
brúnu brekkur, yfir hverjar leið okkar liggur,
brenna í sólargeislunum; en nú þegar draga úr á-
herslu hins eldlega litar hinir grænu vínviðir, sem
klifa upp fjallaræturnar. Til hægri handar glamp-
ar á húsaþök í sveitaþorpi.
,,Jaramavígvöllurinn“, mælti félagi minn hugsi,
„nú er alt rólegra þar en það var þá“.
Þá — það er á þeim degi, þegar sprengikúlunum
rigndi yfir dalinn, þá — það er, þegar hann, í eldi
barna varð að láta lífið, vegna þess að gildandi lög
opna leið til þeirra, sem káka við fóstureyðingar, en
kunna ekki að framkvæma þær, svo í lagi sé“.