Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 133
LÍFIÐ
291
atburð“. — Þetta bendir á það, að Eggert hafi álitið
að orðið væri útl. Bæði í dansi og vikivaka dönsuðu
konur einar og karlar einir sér, en stundum dansaði
alt saman, og hefir þá verið fjör og líf í fólkinu, þeg-
ar allur hópurinn var á gólfinu í einu, ef húsrúm var
þá nægilegt.
Lesendur góðir! Nú vil eg spyrja: Vilduð þér
leggja það á yður, að eyða einni nótt við svona
skemtan? Eg gæti ekki hugsað til þess. En nú mun-
uð þér spyrja: Eru ekki lögin, vikivakalögin, falleg
og fjörug? Því miður get eg ekki látið yður heyra
neitt af þeim, en í bók síra Bjarna Þorsteinssonar
eru 20 þeirra, og eflaust hefir hann valið þau bestu.
Nokkur af þessum lögum eru gamlir kunningjar,
eins og „Ólafur reið með björgum fram“, „Ása gekk
um stræti“ og „Hrafninn flýgur um aftaninn", en
segið mér — ætli „Ramona“ lærist ekki fljótar og
endist ekki betur? Mín skoðun er, að það sé algert
óvit að ætla að fara að taka hér upp aftur vikivaka,
því hvorki lögin né kvæðin né leikirnir geti orðið
fullnægjandi skemtun fyrir nokkurn mann, síst
ungu, uppvaxandi kynslóðina, sem nú orðið á kost á
„grammófón“- og „radíómúsík“ utan úr heimi og
hefir lært að dansa „One steps“ og „Two steps“,
„Tangó“ og „Foxtrot“ og „Schmily“ og „Rumba“ og
hvað þeir nú heita allir þessir nýju dansar. Um viki-
vakadansa er ekki að ræða, því enginn veit með
vissu, hvernig þeir hafa verið. Vel má vera, að þeir
hafi verið líkir dansi Færeyinga og vér gætum lært
af þeim hringbrot og „trokningarstev", eða banda-
dans, því annað hafa þeir ekki.
19*