Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 146
304
LÍFIÐ
Hin þungu hjól skröltu yfir sporaskiftin viS enda
:skiftistöðvarbrautarspottans: Ro-si-nama-drid, sina-
guer, sina-guer, nica-guer, ni-ca, guernica.....
Lestin brunaði nú út á bugðu brautarinnar.
Guer-ni-ca, guer-ni-ca ......!
Þarna var hin vörulestin. — „Hjöhjöhíhíhjúhjú“,
æpti lestin hans. — Guernica, Guernica, Guernica,
sungu hjólin stöðugt hraðar og hraðar. En Eustachio
hlustaði ekki framar á það. Grafkyr stóð hann með
ennið þrýst fast upp að rúðunni og starði beint fram-
undan — fram á veginn! Hann hlustaði á og heyrði
nú alt annað. Söngur leið upp úr hinum dapra huga
hans, steig upp frá hjartarótum hans. Þessi söng-
ur, þetta hróp var ekki angistarvein né örvæntingar-
óp. Nei, það var — sigurhróp!
Ógurleg sprenging fylgdi brakinu og brestunum,
þegar eimreiðarbáknið rann inn í öftustu vagna vöru-
lestarinnar, sem á undan var á mjög hægri ferð.
Þarna fóru dynamitkassarnir veg allrar veraldar.
Að því búnu skaut upp þrumandi, gulgráum reykjar-
vöndlum báðum megin við eimmökkinn, sem huldi
gufuvélina. Það voru sprengjurnar! — Sprengjurn-
ar, sem áttu að fara til Madrid.
Það leið langur tími, uns nokkur vogaði sér inn í
brennandi rústirnar. Þeim, sem höfðu það hlutverk
að hreinsa til í rústunum og gera greiðan veg næstu
járnbrautarlestum, þótti aðkoman ekki árennileg-
Eimvélarbáknið lá, brostið, þvert yfir járnbrautina,
með dýrðarljóma frá sundurtættum „brettum“ fram-
an á henni.
Eustachio fanst nokkrum skrefum aftar í gryfju