Lífið - 01.06.1937, Síða 75
LÍFIÐ
233
glervörur. Verðlaunagripir, er taldir voru listaverk,
Tinvörur.
Langur salur með demöntum, sumum mjög stórum
og dýrum. Þeir skiftu mörgum þúsundum. Fólkið
(einkum kaþólskir munkar) var sólgið í að horfa á
„dýrðina". Þetta er stærsta demantasafn, er eg hefi
séð, og það „langvoldugasta", er var um að ræða á
þessari heimssýningu. — Sterkur lögregluvörður um
kringdi gesti, eins og eðlilegt var, þar sem gæta
„þurfti“ hagsmuna eigenda gimsteinanna, en þeir
voru óefað einhverjir meðal stærstu lögvernduðu
þjófanna í Belgíu. En þar, sem annarsstaðar í auð-
valdsheiminum, eru stærstu þjófarnir „dyggilega“
lögverndaðir, þótt hinsvegar ráðvandir öreigar reyn-
ist réttlausir, ef út af ber — er þeir leita réttar síns
gegn ofurmagni ríkjandi rangsleitni.
Svefnherbergi með húsgögnum. Rúmið var ein-
kennilegt „hjónarúm“, nógu breitt til þess, að hjónin,
„sem guð hafði sameinað“, þyrftu ekki að snerta
hvort annað, svona yfirleitt að nauðsynjalausu, ef
ástin hafði öll „gufað upp“ í tilhugalífinu, eins og
venjulega á sér stað, þegar bæði „ektapörin“ eru
ung og óreynd sem kálfar. Höfðalag rúmsins var úr
tré og náði langt út fyrir rúmið báðum megin, til
þess að höfuðin, með „öllu“ vitinu, gætu haldið sig
enn fjær hvort öðru en hinir hlutar líkamanna, með
„allri“ tilfinningunni.
Húsgögn, skrautleg og vönduð að sjá, í miklu úr-
vali. Nefna má og sérstaka deild húsgagna, þar sem
hlutir þessir voru annaðhvort með konunga- eða
drotningamyndum eða þakin marglitum pappa. Þá