Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 110
268
LÍFIÐ
í kaþólskum sið, og er sennilegt, að þar hafi að
nokkru leyti valdið, að þar var boðið að halda vöku-
nætur nóttina fyrir stórhátíðir og nóttina á undan
mörgum messum helgra manna — þannig var jóla-
vaka á aðfangadagskvöld og Jónsvaka fyrir Jóns-
messu. Á þessum vökum voru sungnar tíðir og fjöl-
mentu menn mjög til kirknanna, en sérstaklega um
jólaleytið gat það verið athugavert og óþægilegt, að
vera altaf á ferð að og frá kirkju, og því varð það
að venju, að fjöldi safnaðarmanna lét fyrirberast á
kirkjustaðnum yfir nóttina og beið jóladagsmessunn-
ar. Nú er það tvent auðskilið, að ekki var víst, að
kirkjubóndinn gæti hýst eða fætt allan þennan hóp,
var því ekki nema sjálfsagt að þeir, sem vildu láta
fyrirberast í kirkjunni, og þá jafnsjálfsagt hitt, að
menn flyttu með sér vistir, mat og ölföng eða legðu
fram fé sér og skilduliði sínu til mötuneytis, og þessu
var einmitt viðað að á aðfangadaginn fyrir jól eða
páska eða hvítasunnu, og til þessa virðist nafnið
ljóslega benda. Til þess að annast nauðsynlegan und-
irbúning voru kosnir forgöngumenn og þar sem ekki
þurfti að vænta þess, að fólkið tæki á sig náðir, var
eðlilegast, að söfnuðurinn gerði sér nóttina að gleði-
stund og það því fremur sem alt voru þetta gleðihá-
tíðir gleðiboðskaparins. Fyrst voru auðvitað sungn-
ar tíðir, en svo var sest að snæðingi, sem var sann-
nefndur skytningur eða samskotaveisla, til að hressa
sig undir nóttina. Eftir máltíð tóku menn að syngja
og dansa og skemta sér með ýmsu móti; vöktu þeir
við glaum og gleði alla nóttina, uns dagaði, og því var
nafnið vaka sannnefni og sömuleiðis nafnið gleði, senr