Lífið - 01.06.1937, Side 73
LÍFIÐ
231
legu ofbeldi — í hinu fínna samkvæmislífi á annan
hátt, þó kúgunar kenni þar engu síður. — Þannig
sagði maður, sem hingað kom til landsins fyrir nokkru
síðan, mér frá því, að þegar hann, vegna erinda sinna,
yrði að koma á heimili heldri manna hér í bænum,
væri sér, þrátt fyrir að hann væri yfirlýstur bindind-
ismaður, mjög oft boðið áfengi, og jafnvel hafðar
við sig ýmsar fortölur, svo nærgöngular, að það liti
út eins og móðgun við gestgjafann, að hann neitaði
að taka sér glas með honum. Þetta er sjálfsagt ekk-
ert einsdæmi, og það er í sjálfu sér heldur ekkert
sér-íslenskt fyrirbrigði, þótt marga ókurteisi og skort
á velsæmi sé hægt að bendla okkur við.
Drykkjusiðurinn sem samkvæmissiður er svo
magnaður, að ekkert er þolað í vegi fyrir honum,
ekki persónulegar skoðanir, ekki athafnafrelsi, —
jafnvel þó einhverjum af lækni hafi verið fyrirskip-
að að neyta ekki áfengis og líf gæti legið við, á sá
sami á hættu í samkvæmi að vera þvingaður til að
velja annaðhvort að brjóta boð læknisins eða móðga
gestgjafann og aðra gesti hans.
— Gamall biskup baðst undan því í boði einu, sem
hann var í, að neyta víns, og strax rigndi yfir hann
spurningunum: Hvort hann áliti það vera á móti
kenningum kristindómsins, hvort hann teldi aðra
verri menn fyrir það, að þeir gerðu sig glaða með
víni — og svo var skálað og drukkið í kringum hann
á þann hátt, að hann gæti skilið, hversu hann hefði
móðgað sessunauta sína og brotið gegn almennu vel-
sæmi!
Alkunn er líka sagan um dr. Edvard Brandes, hinn