Lífið - 01.06.1937, Side 21
LÍFIÐ
179
þessum börnum. Og þó að það sé hægt, er oft mjög-
erfitt að ábyrgjast, að staðirnir séu heppilegir. Yngri
börnum, sem oft er hvað mest þörf á að ná af heim-
ilunum til þess að byrgja brunninn í tíma, yrði oft
að taka með valdi, en eg býst við, að flestar barna-
verndarnefndir muni kynoka sér við að beita því
valdi fyr en í fulla hnefana, á meðan ekki er völ á
neinum stöðum fyrir þau, sem hægt er að taka á-
byrgð á.
Það er orðin óhjákvæmileg nauðsyn að nefndirnar
eigi kost á ákveðnum stöðum fyrir vandræðabörn, og
þó er ef til vill enn meiri þörf á heimilum fyrir yngri
börn, því að vitaníega er mest um það vert, að koma
í veg fyrir það í tíma, að þau lendi á glapstigum.
III.
Eg ætla ekki að orðlengja meira um úrbótaþörf-
ina að sinni, enda hygg eg, að hún sé flestum ljós,
sem nokkuð þekkja til þessara mála eða vilja um
þau hugsa. Að lokum vil eg svo drepa á það helsta,
sem eg tel að þurfi að gera nú á næstunni:
1) Það þarf að koma upp ungbarnaheimilum í flest-
um eða öllum kaupstöðum landsins. Heimili þessi
eiga bæði að vera fyrir börn, sem bæirnir verða
að ráðstafa og kosta uppeldi á, hvort sem er, og
líka fyrir þau börn, sem barnaverndarnefndir
telja nauðsynlegt að sjá fyrir betra uppeldi held-
ur en þau annars eiga kost á. Ríkið verður að
styrkja þetta að einhverju leyti, en annars verða
bæirnir sjálfir að kosta rekstur þeirra.
Víða munu bæirnir eiga ráð á húsum, sem
12*