Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 142
300
LÍFIÐ
Næstu vagnar voru hólfaðir sundur og voru í þeim
langir trékassar, sem eflaust höfðu inni að halda
sprengjur, flugvélasprengjur. — Þar á eftir komu
sementspokar. Þá enn á ný sprengjur ...
Eustachio var þegar búinn að ganga meðfram
hálfri lestinni, þegar skipunarhróp um að halda á-
fram bergmáluðu í eyra hans. Varðmaðurinn kom
hlaupandi og kinkaði kolli. Aftur varð að halda á-
fram.
Eustachio rétti úr sér. En einmitt þegar hann var
að snúa sér við, kom hann auga á eitt orð. Það var
skrifað með krít á eina vagnhliðina og hafði aftur
verið strikað út. En Eustachio las greinilega: „Guer-
nica“. Eustachio hljóp fram með lestinni, en á eftir
honum hljómaði hróp í eyra hans: „Guernica!“
Guernica, já, hann vissi, hvað það þýddi. Iíann.
hafði þegar í fangelsinu heyrt talað um það. Guer-
nica var mjög umrædd af mönnunum með stálhúf-
una, sem oft drógu fangana að nóttu til út úr klef-
unum til að berja þá. Og framhaldið af frásögninni
um Guernica hafði hann lesið í blöðunum. Lýsing-
unni á eyðileggingu Guernica bar ekki saman í blöð-
um Franco og því eina stjórninni tilheyrandi, er
hann, þrátt fyrir öll bönn, gat lesið hjá félaga sínum
(fanga úr liði stjórnarinnar), sem kunni að fara í
kringum Francopiltana. Hann dró ekki í efa, að hinu
síðargreinda væri trúandi, en alls ekki hinu fyr-
greinda.
Hann skildi samband þessarar ferðar við afdrif
Guernica og þess, sem beið fólksins í Madrid, eftir
komu lestarinnar á vígstöðvarnar.